Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 105
Var eg ein um látin
103
ákaft að Hrefna beri moturinn og Kjartan beygir sig undir vilja hennar.5 Moturinn
hverfur í boðinu og vænir Kjartan Laugamenn um stuld. Af svari Guðrúnar við
þessum ásökunum má ráða að undan hennar rifjum sé þetta runnið:
Þann seyði raufar þú þar Kjartan að betur væri að eigi ryki. Nú þó að svo sé sem þú
segir að þeir menn séu hér nokkurir er ráð hafi til þess sett að moturinn skyldi hverfa
þá virði eg svo að þeir hafi að sínu gengið. Hafið þér nú það fyrir satt þar um sem yður
líkar hvað af motrinum er orðið. En eigi þykir mér illa þó að svo sé fyrir honum hagað
að Hrefna hafi litla búningsbót af motrinum héðan í frá Uslendinga sögur II
1986:1608-9).
Guðrún hreppir ekki það hlutverk sem hún helst hefði kosið, þ.e. sem húsfreyja
Kjartans. Hins vegar hnuplar hún motrinum, sem er eins og áður sagði ytra tákn
um þessa stöðu, því Guðrún telur í reynd að hann sé hennar eign. Með þessu
auðmýkir hún ekki einasta Hrefnu heldur veltir henni úr sessi á táknrænan hátt.6
Það kemur skýrt fram í sögunni að Hrefna er ekki að öllu leyti samboðin Kjartani
og í reynd er Guðrún eina konan sem kallast getur jafnoki hans hér á landi. Þeim
er þó ekki skapað nema að skilja og sundurlyndisfjandinn setur mark sitt á
samskipti þeirra. Einn hlut sameinast þau hins vegar um, en hann er sá að hvorugt
getur unnt Hrefnu þess hlutverks sem hún fær og þau sýna það bæði í verki. Þegar
Kjartan kemur heim frá því að dreita Laugamenn inni kemur beiskja Hrefnu yfir
ástlausu hjónabandi upp á yfirborðið, en einungis í þetta eina sinn:
Þá mælti Hrefna og brosti við: „Það er mér sannlega sagt að þið Guðrún munuð hafa
við talast og svo hefi eg spurt hversu hún var búin að hún hefði nú faldið sig við
motrinum og semdi einkar vel.“
Kjartan svarar og roðnaði mjög við. Var mönnum auðfynt að hann reiddist við er
hún hafði þetta í fleymingi.
„Ekki bar mér það fyrir augu er þú segir frá Hrefna,“ segir Kjartan, „mundi Guðrún
ekki þurfa að falda sér motri til þess að sama betur en allar konur aðrar.“
Þá hætti Hrefna þessu tali {íslendinga sögur II 1986:1609).
Svar Kjartans kallast á við svar Guðrúnar fyrr og hann þaggar endanlega niður í
konu sinni. Hrefna talar aldrei meir í sögunni. Ólíkt Guðrúnu þarf Hrefna
moturinn sér til búningsbótar. En þar eð hún er ekki lengur handhafi hans, hefur
hún glatað stöðu sinni, en Guðrún þarf einskis við til að halda þeim sessi sem hún
hafði í huga Kjartans. Það er og vert að benda á að Guðrún vill ólm að Hrefna
5 f Laxdœla sögu beygja synirnir sem njóta mest ástríkis (líkt og Ólafur pá, Kjartan Ólafsson og
Bolli Bollason) sig undantekningalaust undir vilja móðurinnar.
6 Svipaður skilningur kemur fram í grein Helgu Kress, Gœgur er þér í augum. Hún segir:
„Samkeppni þeirra Guðrúnar og Hrefnu um athygli ogaugnaráð Kjartans tákngerist í motrinum
sem báðar telja sig eiga. í þeirri keppni er Guðrún sigurvegari. Henni tekst að ræna Hrefnu
motrinum, og þar með sjónmáli Kjartans“ (Helga Kress 1991:86).