Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 107
105
„ Var eg ein um látin “
III
A yfirborðinu virðast það deilur elskendanna Guðrúnar og Kjartans og karlanna
sem mestu skipta í Laxdœlu, en þegar betur er að gáð setja deilur kvenna mjög
svip sinn á söguna (samskipti Þorgerðar Egilsdóttur og Guðrúnar Ósvífursdóttur
styðja þetta einnig).
í Laxdœla sögu deila konur aldrei augliti til auglitis með orðum, og ekki verður
sagt að mikil reisn bvíli yfir viðskiptum þeirra. Robert Cook bendir hins vegar á
það í grein um Laxdalu að margar bestu ræður sögunnar séu lagðar konum í munn
(Cook 1992:40). í skiptum við karlana sýna þær iðulega bæði kænsku og visku
og gefa þeim ekkert eftir, en innbyrðis geta þær ekki tjáð sig á eðlilegan máta,
annaðhvort verða þær að slást eða hvísla. Karlarnir kúga þessa orðræðu kvenna
undir yfirborðið. Með aðstoð karlanna reyna Jórunn, Guðrún og Þorgerður
Egilsdóttir á hinn bóginn að hafa áhrif á líf annarra kvenna. Af þessu má ljóst vera
að mikið misræmi er í því hvernig konur beita tungumálinu í sögunni.
Kona er vissulega aðalpersóna Laxdœlu og óvíða í Islendinga sögum eru konur
jafn virkir þátttakendur í frásögninni, en þrátt fyrir það er þetta ekki saga um
kvenhetjur. Tilgangur höfundar virðist flóknari en svo. Fyrir honum hefur e.t.v.
einkum vakað að afhjúpa blekkingar okkar, karla jafnt sem kvenna, um lífið og
tilveruna og til þess leikur hann á ýmsa strengi tungumálsins.8 I Laxdœlu er ekki
allt sem sýnist og flestar persónur sögunnar eru reiðubúnar að fórna öllu fyrir
ofdramb sitt, sem er ein af höfuðsyndunum.9 Aðeins ein persóna er þess umkomin
að sjá þetta við lok ævi sinnar, en það er Guðrún Ósvífursdóttir. Einu gildir við
hvern er átt, þegar hún segir: „þeim var eg verst er eg unni mest“, enda alkunn
sannindi. Guðrún klifraði upp metorðastiga samfélagsins með hjónaböndum
sínum, án þess að bera það úr býtum sem mestu skiptir, ást.
Fræðimenn hafa ýmsir bent á kvenlegan smekk sögunnar og tekið skrautgirni
höfundar sem eitt dæmi.10 Kaldhæðnin felst hins vegar í því að það eru karlarnir
sem birtast í litklæðum á síðum sögunnar, skraut kvenna er oftar en ekki litlaust.
Þetta endurspeglar e.t.v. stöðu karla og kvenna andspænis tungumálinu. Karlarnir
fela sig alfarið á bak við marglit orðin, en þótt konur haldi sig einnig til skarts, þá
8 f áðurnefndri grein sýnir Robert Cook einnig fram á hvernig misræmi er í ytri lýsingu karlanna
í Laxdala sögu og því hvernig sagan lýsir þeim í reynd: „There seems to be a discrepancy between
the langaage used of them . . . and the fictional reality of the saga“ (Cook 1992:47).
9 Sbr. þaðsem Njörður P. Njarðvíksegir í inngangi sínum að Laxdalasögu\ „Athyglisvert ereinnig
að í Laxdælu bíða allar aðalpersónurnar ósigur, ef ekki fyrir öðrum, þá fyrir sjálfum sér, fyrir
stórlyndi sínu og ofmetnaði. Lesandi fær að vísu ekki varizt því að hrífast af glæsileik þessa fólks,
en í raun réttri er það glæsileiki stórlyndisins sem leiðir til falls ... En í breytni þessa fólks birtist
hugarfar sem ekki er alltaf í fyllsta samræmi við ytri glæsimennsku" (Njörður P. Njarðvík
1970:11-12).
10 Einar Ólafur Sveinsson fjallaði mjög um kvenlegan smekk Laxdæluhöfundar, en Njörður P.
Njarðvík varð einna fyrstur til að ýja að því í formála að skólaútgáfu á Laxdalu að hugsanlega
væri kona höfundur sögunnar. Það er þó einkum Helga Kress sem reynt hefúr að færa að því
rök að kona hafi vélað um Laxdalu.