Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 211
Saint Olafs Dream House
209
allnákvæmlega, og má gera sér glögga mynd af henni. Var hún kringlótt með
fjórum útidyrum og jafn langt á milli þeirra allra. Hvolfþak var yfir miðju húsinu,
skreytt að innan með myndum sem til samans sýndu alheiminn, með guð í miðju
en út frá honum englasveitirnar, himintungl, vindar og vatn og yst og neðst jörð
og sær. Utar í húsinu voru markaðar fornsögur og frásagnir af dáðum fornkon-
unga. Grunnfleti hússins var skipt í fjórðunga, en einnig var grunnflöturinn
þrískiptur, þannig að í miðju húsinu var kringlóttur pallur, en gólfinu utar skipt
í tvennt með stoðum og skilrúmi sem var samsíða útveggnum. Er Ólafur var
lagstur í rekkju á miðpallinum virtist honum rekkjan snúast “ . . . eða húsið ella”.
Geómetría hússins, áttavísanir, tölur og hlutföll, niðurröðun fylgdarliðs kon-
ungs í húsinu, svo og skreytingarnar á þaki þess gefa til kynna, að skemman öll
sé hugsuð sem líkan af alheiminum og að Rauðúlfiþáttur sé launsaga (allegóría),
ætluð lærdómsmönnum að skilja æðri skilningi. Samsvaranir milli hússins og
líkneskisins á krossinum í draumi Ólafs sýna, að byggt er á platónskri heimsmynd.
Skilja má húsið sem líkan af mannssálinni, eins og Platón hugði hana saman setta
en jafnframt minnir húsið á skiptingu mannsins í líkama, önd (sál) og anda eins
og henni er lýst í íslensku hómilíubókinni. Launsagan er byggð á táknmáli sem
virtist vel þekkt á Islandi á ritunartíma Rauðúfi þáttar og er útskýrt í Islensku
hómilíubókinni, Elucidariusi og fleiri ritum. Jafnframt var heimsmyndin, sem
byggt var á, vel þekkt í menntaheimi miðalda.
Rekkja Ólafs stóð á kringlóttum palli í miðju húsinu, beint undir mynd af
guði, þar sem hann var sýndur í miðju alheimsins. Tákn þau, sem mest ber á í
sögunni, tengja bæði Ólaf og húsið við sólina, og hefur verið bent á, að hliðstætt
hús, sem Karlamagnús gisti í Miklagarði (Jórsalaferð Karlamagnúsar), hafi verið
byggt á hugmynd um bústað sólar, sem víða kemur fyrir í rómverskum og grískum
ritum. Líklegast virðist, að með Rauðúfiþætti sé Ólafi helga jafnað til sólarinnar
og þar með Krists, en Kristur var “sól réttlætisins”, hin “ósigrandi sól”, “sól
hjálpræðis” og “ljós heimsins”. Ólafur helgi er m.ö.o. látinn taka sæti Krists í
heimsmyndinni. Markmið launsögunnar virðist því hafa verið að upphefja Ólaf
og minna á helgi hans. En skemma Rauðúlfs gat um leið verið andlegur leiðarvísir
þeirra sem læsir voru á táknmálið. Mannssálin var talin endurspegla alheiminn,
og var heimsmyndin þvf notuð sem íhugunarefni um hvernig öðlast mætti
sáluhjálp. Voru dæmi oft dregin af sólargangi og honum líkt við mannsævina.
Sólin var auk þess líking guðdómsins, og heimsmyndina mátti nota sem eins
konar landabréf til að leiðbeina sálinni frá hinu jarðneska og efnislega til hins
himneska og andlega.