Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 213
(Ó)Traustar heimildir
211
félagsins 100 rbd. Úr þeirra hópi má nefna ritara félagsins, C. C. Rafn, sem m.a.
gaf út Fornaldarsögur Norðurlanda 1829-30, en samanlagt eru þessir velunnarar
félagsins hátt á annað hundrað. I öðru lagi er birt hið eiginlega meðlimatal, þ.e.a.s.
nöfn allra félagsmanna ásamt upplýsingum um framlög, sem oftast eru nokkrir
rbd. Frá árinu 1846, þegar félagsskapurinn stóð í sem mestum blóma, eru
allnokkrir Islendingar í hópi félagsmanna. Þeir eru Sveinbjörn Egilsson rektor,
Finnur Magnússon etatsráð, sýslumennirnir Lárus Thorarensen, Páll Melsted og
Kristján Magnússon, Jón Sigurðsson, sem gegndi starfi skjalavarðar fyrir félagið,
Konráð Gíslason og Þórður Sveinbjörnsson. Lítil breyting varð á félagatali milli
ára, en frá árunum 1851 og 1852 má nefna tvo nýja meðlimi, þá Gísla Brynjúlfs-
son styrkþega á Arnasafni og Boga Benediktsson frá Staðarfelli. Af nafnkunnum
erlendum mönnum mætti nefna Rudolf Keyser, sem m.a. gaf út Strengleika, Jacob
Grimm þjóðsagnasafnara og danska skáldið Adam Oehlenschláger. AIls voru
skráðir meðlimir ríflega 800 talsins.
Árið 1845 hóf Fornfræðafélagið skipulega söfnun þjóðfræðaefnis frá Islandi
með skýrslu sem prófessor George Stephens lagði fram á fundi. Tillaga hans að
framkvæmd ogskipulagi felur í sér söfnun tíu mismunandi flokka þjóðfræðaefnis,
þ.á m. gamalla þjóðkvæða og barnagæla.2 3 4 I framhaldi af þessu var samið „Boðsbréf
til fslendínga um fornrita-skýrslur og fornsögur“ árið 1846.1 þessu bréfi, sem var
sent til presta, sýslumanna og annarra fróðleiksvina, er þess farið á leit að skýrslur
um söfnun þeirra greinist í þrennt, þ.e. fornrit, staðalýsingar og alþýðleg forn-
fræði.’ Undir flokkinn alþýðleg fornfræði falla „gömul kvæði og ljóð, sem höfð
eru til skemtunar úngum og gömlum, en ekki eru prentuð, og ekki skrifuð upp
svo menn viti: svo eru ymsar rímur, fornkvæði, vikivakar, dansleikakvæði, sögu-
ljóð, vísur og kvæði um fugla og dýr, eða annað (grýlukvæði, tóukvæði, krumma-
kvæði o.s.frv.)“.'* Að ráði G. Stephens var sérstaklega beðið um að kvæðunum
fylgdu upplýsingar um heimildamenn og að kvæði af ólíkum toga skyldu ekki
rituð saman á blað.
Viðbrögð manna hér á landi voru misjöfn og sýndist sitt hverjum urn þetta
uppátæki félagsmanna. Sr. Jón Yngvaldsson á Nesi í Aðalreykjadal var einn þeirra
sem ekki lá á skoðunum sínum og segir hann m.a. í bréfi til félagsins:
Hefdi eg i uppvexti mínum getað haft nokkurn grun eda ætlan um, ad háupplýsdr og
hálærðir menn á 19du öld, mundi kunna að leita skjals og skírslu, um slík hégómamál
og hjátrúarfull hindurvitni, sem upp eru talin og týnd, í enum 3ja Flokkinum, um
2 George Stephens, „Forslag til Islændernes udgivne folkesagns ogsanges optegnelseogbevaring“,
Antiquarisk Tidsskrift 1843—1845, Kaupmannahöfn, 1845, bls. 191—92. Skýrslan er einnig
prentuð í heild sinni í íslenzk fomkvœði, VI, Jón Helgason gaf út (Editiones Arnamagnæanæ, B
15), Kaupmannahöfn, 1968, bls. xxiv-xxvii.
3 Ögmundur Helgason hefur skráð og kannað þjóðsögur í handritum Fornfræðafélagsins. í grein
hans „Upphaf að söfnun íslenzkra þjóðfræða fyrir áhrif frá Grimmsbræðrum", Arbók Landsbóka-
safns 1989, Reykjavík 1991, er m.a. komið inn á söfnun félagsins.
4 Antiquarisk Tidsskrift 1843-1845, bls. vi. Boðsbréfið er prentað í heild sinni með eigin
blaðsíðutali i-viii.