Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 214
212
Aðalheiður Guðmundsdóttir
Alþýdlig Fornfræði; mundi eg nú að vísu hafa gétað verið fær um að samansetja um
alt slíkt og þvílíkt, bók5 heila, eg veit ei hvað stóra! En af því að eg sem fleyri upplýstir
menn, þessarar aldar; hefi alt frá að eg komst af barns aildri, við-leitast að kæfa sem
dýfst í ómynniselfu og götva, og grafa sem dýpst í gleymskumold alt slíkt og þvílíkt,
þá verður nú alt minna og óhægra að taka til alls þess kyns, enn ella mundi orðið
hafa . . .6
En þrátt fyrir skiptar skoðanir um gildi fornfræðanna bar söfnunin árangur.
Skýrslur yfir það helsta sem félaginu barst voru unnar af Jóni Sigurðssyni og birtar
fjórum sinnum í Antiquarisk tidsskrifi 1846-1851. Þjóðkvæði skipa veglegan sess
meðal aðfanga og vantar þó töluvert upp á að öllu því séu gerð fullnægjandi skil
í yfirliti Jóns.7 I aðfangaskrám er boðsbréfið ítrekað fyrir Islendingum og þeir
beðnir um að senda innlegg sitt til Jóns, sem vissulega var e.k. milligöngumaður
Islendinga og félagsins.
Jafnhliða þessum nývaknaða áhuga manna á varðveislu munnmæla fór að hilla
undir útgáfur. Líklega hafa hinar nýfengnu kvæðauppskriftir kynt undir þess
konar hugmyndum, enda góð viðbót við það sem þegar var tiltækt af slíku efni.
Það hafði reyndar alltaf verið eitt af hlutverkum Fornfræðafélagsins að standa að
útgáfu þess efnis sem þangað barst8 og ekki leið á löngu þar til hugmyndirnar
urðu að veruleika; Svend Grundtvig, sem um árabil hafði unnið að útgáfu danskra
þjóðkvæða, fékk Jón Sigurðsson til liðs við sig um útgáfu sagnadansa. Afrakstur
þeirrar samvinnu var tveggja binda safn, Islenzk fornkvaði, sem markaði tímamót
í útgáfu þjóðkvæða. Fyrra bindið kom út í þremur heftum á árunum 1854—1858,
en því síðara var ekki lokið fyrr en 1885, þegar Pálmi Pálsson cand. mag. hafði
tekið við útgáfunni, sem þó var vel á veg komin, eftir fráfall þeirra Jóns (d. 1879)
og Grundtvigs (d. 1883). Þetta hlýtur að teljast langur tími fyrir útgáfu tveggja
binda og bendir til þess að verkinu hafi fylgt einhverjir erfiðleikar. Hverjir þeir
voru er mér hins vegar ekki kunnugt um, e.t.v. bæði annir útgefenda og fjárskort-
ur.
Árið 1883 tók handritasafn Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn við varð-
veislu þeirra handrita sem safnast höfðu á vegum Fornfræðafélagsins. Mikið af
þjóðkvæðaefninu varð þó viðskila við þetta safn, líklega vegna þess að útgáfu
íslenzkra fornkvœða var þá enn ólokið og þjóðkvæði félagsins hafa sennilega legið
innan um vinnuplögg og kvæðauppskriftir útgefenda. Þjóðkvæðauppskriftirnar
voru síðan fluttarásamtöðru blaðadóti Grundtvigsyfir til Konunglega bókasafns-
5 Hér hefur Jón bætt tölustafnum „2“ við ofan línu og hefur líklega við nánari athugun fundist
hann hafa haft efni í tvær heilar bækur.
6 DFS 67, bls. 459.
7 Antiquarisk Tidsskrifi 1846-1848, Kaupmannahöfn, 1847, bls. 39-44 og 154-172 og Antiq-
uarisk Tidsskrift 1849-1851, Kaupmannahöfn, 1852, bls. 13-27 og 218-266.
8 Aftan við síðustu aðfangaskýrslu, þar sem söfnunin er ítrekuð fýrir íslendingum, segir: „Eptir
því sem fleirasafnast aföllum þesskonar skýrslum sem vérhöfúm áðurbeðiðum, eptirþvísafnast
meira efni til að velja úr nokkuð af því til prentunar, líkt og gjört er annarstaðar, þar sem slíku
er safnað, t.a.m. á Englandi, í Svíþjóð og vt'ðar". Antiquarisk tidsskrift 1849—51, bls. 266.