Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 215
(Ó) Traustar heimildir
213
ins í Kaupmannahöfn, eftir dauða hans þetta sama ár. Þar fengu þær auðkennið
SvG. 67. Enn síðar var varðveisla Grundtvigssafnsins færð frá Konunglega bóka-
safninu til dönsku þjóðfræðastofnunarinnar „Dansk Folkemindesamling“, þar
sem það er geymt enn þann dag í dag. Við flutninginn breyttist auðkenni
handritanna á þann veg að SvG. varð DFS. Handritin DFS 65-68 og 116—118
varðveita íslenskar uppskriftir, þar með taldar þjóðkvæðauppskriftir Fornfræða-
félagsins í DFS 67, sem auk þess inniheldur kvæðauppskriftir Jóns Sigurðssonar
og fleiri manna.
Þau handrit sem Arnasafn tók til varðveislu innihalda efni af ýmsum toga. I
nokkrum þeirra má fmna þjóðkvæði innan um annars konar efni, oftast nær
þjóðsögur og sagnaþætti og kennir þar, eins og við má búast, margra grasa.5 * * * 9 Þessi
handrit hafa smám saman verið flutt til Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi
og hið síðasta, AM 277 8vo, kom í desember 1995.
DFS 67 D og E
Efnið í DFS 67er nú hið eina úr þjóðfræðasöfnun Fornfræðafélagsins sem áfram
helst í vörslu Dana. Eins og bréf Islendinga til Fornfræðafélagsins bera með sér
tengja þeir söfnunina einkum við Jón Sigurðsson og aðra samlenda menntamenn
í Kaupmannahöfn. Þeir voru m.ö.o. að treysta löndum sínum fyrir uppskriftun-
um, enda brýndi Jón það fyrir mönnum að með því að senda fomfræði sín utan,
myndu þeir forða þeim frá fúa eða glötun.10 Það væri því vel við hæfi og jafnvel
eðlilegt að DFS 67 yrði fært í vörslu Árnastofnunar á Islandi, við hlið annarra
handrita Fornfræðafélagsins.
Að því leyti er DFS 67nokkurs virði fyrir Islendinga, að það hefur að geyma eitt
stærsta safn þjóðkvæða í frumriti skrásetjara, þeirra manna sem söfnuðu kvæðun-
um meðal sveitunga sinna og sendu utan. Nokkur þessara kvæða eru jafnvel með
eigin hendi heimildarmanna og öll eiga þau það sammerkt að vera ósvikin,
óbrengluð þjóðkvæði. Með orðunum „óbrengluð þjóðkvæði“ á ég við kvæði sem
5 Þjóðkvæði eru varðveitt í eftirtöldum handritum Fornfræðafélagsins: AM 960 4to: Ymis kvæði,
þ.á m. Grýlukvæði og þulur frá sr. Daníel Halldórssyni, skemmtikvæði og kvæði trúarlegs efnis
frá Arnljóti Ólafssyni, þulur og barnastef frá Helga Sigurðssyni á Jörfa og þulur sem skrifaðar
eru aftan á bréf til Bjarna Brynjólfssonar á Hafrafelli. AM 968 4to: Ymiss konar kveðlingar í
þjóðsögum frá Magnúsi Grímssyni. AM969 4to: Grýlu-, krummakvæði og þulur, auk þess alls
kyns kveðskapur eftir nafn- og ónafngreinda menn frá Guðmundi Sigurðssyni á Loftsstöðum.
AíM 970 4to: Kvæði eftir nafngreinda menn frá sr. Jörgen Kröyer frá Hlíðarhaga, ýmis stef og
kvæði í leikjum frá sr. Guðmundi Einarssyni í Skáleyjum ogsýnishorn úr Hallmundarkviðu frá
sr. Sigurði Gunnarssyni í Desjarmýri. AM 247 8vo: Þulur og galdraformúlur frá Helga
Sigurðssyni á Jörfa. AM2768vo: Ymis kvæði innan um þjóðsagnir frá Gísla Konráðssyni. AM
277 8vo: Þulur, barnagælur og ýmis önnur kvæði frá Arnljóti Ólafssyni, Jóni Halldórssyni á
Reyni, Páli Erlendssyni á Brúarlandi í Hofssókn, sr. Jörgen Kröyer og e.t.v. fleirum. Vera má að
einstök þjóðkvæði og stef kunni að leynast annars staðar, og þá helst sem kviðlingar í þjóðsögn-
um.
10 Antiquarisk tidsskrift 1846-1848, bls. 161.