Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 216
214
Aðalheiður Guðmundsdóttir
hafa tekið breytingum og af- eða aðlagast á ýmsa vegu. En í því felst einmitt gildi
þeirra, þar sem þau hafa gengið munnlega mann fram af manni, jafnvel öld eftir
öld. Uppskriftirnar bera það með sér að vera rétt skráðar og lausar við leiðréttingar
skrásetjara. I þeim skilningi er hvert og eitt kvæðanna frumheimild.
DFS 67 hefur verið skipt í sjö hluta, A-G, en einungis tveir þeirra, D og E,
innihalda þjóðkvæði sem mega teljast frumheimildir samkvæmt ofangreindri
skilgreiningu. Að öðru leyti varðveitir handritið ýmsar afskriftir Jóns Sigurðssonar
og fleiri manna.11 Hér skal stuttlega gerð grein fyrir efni D- og E-hluta handritsins:
D (106 bls.):
Uppskriftir Jóns Sigurðssonar á gamankvæði og tveimur kvæðaupphöfum.
Bréf Sigurðar Guðmundssonar frá 1863 um leiki og vikivaka og annað bréf frá
1864 er nefnist „Lítið eitt um vikivaka“. Bæði bréfin innihalda eitt kvæði.
„Vikivakar“ — stutt ritgerð með fimm kvæðum.
Þrettán kvæðauppskriftir Jóns Marteinssonar frá 1730 og fyrr, að mestu leyti
stutt skemmtikvæði.
„Niðurraðan og undirvísan hvurninn gleði og Dansleikir voru tíðkaðir og umm
hond hafðir í firri tíð.“ I þessari ritgerð má finna sjö danskvæði. Einnig fylgir
nokkur fróðleikur um niðurraðan búða á Alþingi.
Tvö minnisblöð Jóns Sigurðssonar.
Stök blaðsíða úr gömlu pappírshandriti: „Vikiuwaka Kwædi, ad kveda wid
Kwenn-Fölk“ — tvö kvæði.
Tvö danskvæði Jóns Guðmundssonar.
Fjögur kvæði; stakt viðkvæði og skemmtikvæði með hendi Jóns Sigurðssonar
og tvö kvæði með hendi Svends Grundtvigs.
Saga með þulu frá Sigurði Guðmundsyni málara úr Skagafirði frá 1854.
Þrjár kvæðauppskriftir með hendi Jóns Sigurðssonar.
Tvö danskvæði frá Páli Pálssyni, stúdent.
„Fuglinn í fjörunni" - uppskrift með hendi Jóns Sigurðssonar.
Fimm þulur, þar af eru fjórar hafðar eftir nafngreindum kvæðakonum.
Þrjátíu og þrjár þuluuppskriftir með hendi Jóns Sigurðssonar, þar af nokkrar
eftir nafngreinda heimildarmenn.
Fjórir kviðlingar með hendi Jóns Sigurðssonar.
Lotulengdarkapp, tíu uppskriftir Jóns Sigurðssonar, sumt eftir nafngreindum
mönnum.
Fimm kvæðauppskriftir með hendi Jóns Sigurðssonar, þar af fjórar eftir nafn-
greinda heimildarmenn.
11 Efni DFS 67að öðru leyti en D og E: A: „Leikir í ritum Jóns Ólafssonar Grunnvík.“ með hendi
Jóns Sigurðssonar. B: „Vikivakakvæði" - afskriftir með hendi Jóns Sigurðssonar. C: „Notitser
vedrorende islandske sange, danse og lege“ með hendi Jóns Sigurðssonar. F: „Ormars rímur“ -
fjórar uppskriftir með hendi Svends Grundtvigs, Sigurðar Hansen og Guðbrands Vigfussonar.
G: Innihaldslýsing og uppskriftir úr AM622 4toog AM7204to. Þessi hluti er seinna til kominn
en annað efni. Nákvæm skráning á innihaldi DFS67er væntanleg í OpusculaXI. Stofnun Árna
Magnússonar á íslandi hefur nýlega látið ljósrita handritið eftir filmu.