Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 218
216
Aðalheiður Guðmundsdóttir
R: Bréf til Fornfræðafélagsins með gátu og kvæði, auk tilvitnana í ýmis kvæði,
frá sr. Jóni Yngvaldssyni á Nesi í Aðalreykjadal árið 1847.
Kvæði úr DFS 67 voru íyrst prentuð til útgáfu í Islenzkum fornkvœðum þeirra
Grundtvigs og Jóns Sigurðssonar. Eftir það tók Ólafur Davíðsson (1862—1903)
handritið til afnota, fyrst við útgáfu sína Islenzkarskemtanir, sem kom út á árunum
1888-92, þá við íslenzka vikivaka og vikivakakvaði 1894 og að lokum og langmest
við Islenzkar þulur ogþjóðkvaði, sem kom út á árunum 1898-1903. Eftir þetta
má segja að útgáfa þjóðkvæða hafi legið niðri í nokkra áratugi, enda mikið prentað
hjá Ólafi. Arið 1962 tók Jón Helgason upp þráðinn við útgáfu sagnadansa og gaf
út heildarsafn þeirra í átta bindum, undir heitinu Islenzkfornkvaði. Jón sækir efni
sitt m.a. í DFS 67. Að lokum notar Jón Samsonarson nokkrar uppskriftir
handritsins við útgáfu sína á Kvaðum og dansleikjum, sem kom út árið 1964.1,1
Þar sem útgáfa Ólafs Davíðssonar er bæði veigamikil og hefur að geyma allar
tegundir þjóðkvæða, eru mörg kvæði — bæði úr safni DFS og öðrum handrita-
söfnum — hvergi prentuð annars staðar.
Að frátöldum sagnadönsum og vikivakakvæðum hefur útgáfa Ólafs að kalla
má verið helsta heimild náms- og fræðimanna í hartnær 100 ár. Óhætt er að segja
að Ólafur hafi unnið mikið þrekvirki, enda ber útgáfa hans öll vott um einstakan
stórhug og framkvæmdaþrótt. í formála Islenzkra vikivaka og vikivakakvaða segir
Ólafur að sér myndi þykja vænt um ef verkið „þætti. .. fylla autt skarð í siðsögu
íslands og bókmentasögu“. Á því leikur enginn vafi að honum hefur tekist þetta
ætlunarverk sitt. En hvað er það sem gerir kvæði að þjóðkvæðum? Leikur nokkur
vafi á því?
Þjóðkvæðarannsóknir
Um síðustu aldamót ruddi sér til rúms meðal þjóðsagnafræðinga hinn svonefndi
„finnski skóli“ eða sögulega og landfræðilega aðferðin. Þeir sem unnu samkvæmt
henni leituðust við að safna sem flestum afbrigðum þjóðsagna, hvaðanæva að, og
notuðu síðan hin ýmsu afbrigði til samanburðarrannsókna. Rannsóknum þeirra
var ætlað að leiða í ljós upphaflega gerð, hvernig útbreiðslu og afbrigðum væri
háttað og hvers vegna.15 Þessi rannsóknaraðferð einkenndi og yfirgnæfði þjóð-
14 Jón Samsonarson, KvxSiogdansleikir, II, Reykjavík, 1964. Auk þessa er vert að geta um nokkrar
veglegar þjóðkvæðaútgáfur, þar sem DFS 67 er þó ekki notað, a.m.k. ekki sem bein heimild:
Margvísleg kvæði og kvæðabrot eru prentuð í bók Jóns Þorkelssonar, Om digtningen píí Island
i det 15. og 16 árhundrede, Kaupmannahöfn, 1888. Árið 1942 gaf Einar Ól. Sveinsson út
þjóðkvæðasafnið Fagrar heyrSi eg raddirnar. Einar Ól. notar engin handrit við útgáfu sína, en
styðst við prentaðar heimildir, s.s. ÍGSVÞ þeirra Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar, Islenzk
fornkvœði ofl. (Sjá Fagrar heyrSi eg raddimar, útg. Einar Ól. Sveinsson, Reykjavík, 1942, bls.
288). Á sama máta prentaði Ólafur Briem dansa eftir öðrum útgáfum í Fomum dönsum,
Reykjavík, 1946. Árið 1979 gaf Vésteinn Ólason út sagnadansa og sótti texta sína í ÍFJóns
Helgasonar, en breytti þó stafsetningu handrita til nútíðar horfs. Sjá Vésteinn Ólason, Sagna-
dansar, Reykjavík, 1979.
1' Sjá nánar, t.d. Jón Hnefill Aðalsteinsson, „Þjóðsögur og sagnir", Munnmenntir og bókmenning,
ritstj. Frosti F. Jóhannsson (íslensk þjóðmenning, VI), Reykjavík, 1989, bls. 245.