Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 219
(Ó) Traustar heimildir
217
sagnarannsóknir framan af öldinni og tíðkast enn þann dag í dag. Henni má að
sjálfsögðu beita á kvæði jafnt sem sögur. Önnur leið sem farin hefur verið við
rannsóknir á þjóðkvæðum og annars konar munnmælum er e.k. formúlugreining,
að fyrirmynd bandarísku fræðimannanna Milman Parry og Albert B. Lord.16 Með
þessari aðferð er athyglinni beint að formúlum þeim sem kvæða- eða sagnaþulir
styðjast við. Formúlunum má líkja við nokkurs konar „brauðmola“ sem kvæða-
maður notar til að „rata“ kvæði sitt til enda; þ.e. þær hjálpa til við framvindu
frásagnarinnar. Kvæðaþulur getur fyllt formúluna orðum samkvæmt minni eða
skipt um orð eftir þörfum. Þessari aðferð má vafalítið beita á mörg íslensk
þjóðkvæði. Sagnadansar og margs konar þulur og önnur þjóðkvæði skera sig frá
öðrum kveðskap fyrri tíma að því leyti að stuðla og höfuðstafi vantar og í sumum
tilvikum einnig rím - m.ö.o. það sem vanalega bindur kvæði saman. I þeim
tilvikum er enn meiri ástæða til að formúlugreina kvæðin og athuga í hverju
binding þeirra felst og hvernig aðferðum menn beittu í þeim tilgangi að muna
þau og miðla aftur - og kannski ekki síst: skilja þau og túlka.17
I formála þjóðsagnasafnsins Gráskinnu setti Sigurður Nordal á blað nokkur vel
valin orð, sem í raun lýsa þjóðsagnafræðinni í hnotskurn:
Það er alltaf nokkurs vert að finna dæmi þess, hvernig sögur varðveitast, ýkjast eða
brenglast. En frá því sjónarmiði eru einmitt missagnirnar ekki síður merkilegar en
atburðurinn, sem frá er sagt, og því rétt að lofa þeim að njóta sín óbrjáluðum . . ,18
Það er einmitt beinlínis út frá þessu sjónarmiði sem hver og einn einasti
þjóðsagnagrúskari hlýtur að hugsa og vinna. Það skiptir engu máli hvort ætlunin
er að finna upphaflega gerð kvæðis, athuga varðveislu þess, samsetningu eða
notkun minna og formúla; traust og nákvæm heimild er undirstaða allra rann-
sóknaraðferða. Það eru því miklar líkur á að rannsókn sem byggir á ónýtri heimild
sé líka ónýt.
Þulur og þjóðkvæði
Ólafur Davíðsson var fjölhæfur fræðimaður og útgefandi og lagði drjúgan skerf
til safns íslenskrar þjóðfræði með ötulli munnmælasöfnun. Auk þess lagði hann
16 Albert B. Lord, The SingerofTales (Harvard Studies in Comparative Literature, 24), Cambridge,
Mass., 1960.
17 Um formúlur í sagnadönsum, sjá: Vésteinn Ólason, Sagnadansar, bls. 41 og áfr. Hér skal einnig
bent á grein Vésteins, þar sem nánar er gerð grein fyrir kenningum Lords: „Frásagnarlist í fornum
sögum“, Skímir, 1978, bls. 171-76 og aðra grein svipaðs efnis eftir Magnús Fjalldal: „Kenning
Lords og Parrys um tilurð og varðveizlu munnlegs kveðskapar“, Andvari, 1980, bls. 88-96. Sjá
ennfremur John Miles Foley, The Theory of Oral Composition, Bloomington - Indianapolis,
1988. Um listrænt gildi formúlunotkunar sem aðferðar í munnlegum kveðskap, sjá bók hans
ImmanentArt: From Structure toMeaningin Traditional OralEpic, Bloomington - Indianapolis,
1991.
18 Gráskinna hin meiri, 1, útg. Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson, Reykjavík, 1962, bls. ix.