Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 220
218
Aðalheiður Guðmundsdóttir
stund á fleiri fræðigreinar, t.a.m. grasa- og náttúrufræði og var síst afkastaminni
á þeim sviðum.19 Að sögn manna var honum í raun fátt óviðkomandi, enda setti
hann sig víst furðu fljótt inn í hin ólíkustu viðfangsefni. Samtímamaður hans,
Jón Þorkelsson, segir „að aldrei nokkurn tíma hafi verið lærðari maður, hvorki fyr
nje síðar á slíka hluti [þ.e þjóðfræði] en hann var“.20 Eins og fleiri efnilegir
námsmenn sigldi Ólafur til Kaupmannahafnar, þar sem hann dvaldi í fimmtán
ár. Öll áform um skipulegt nám urðu þó að litlu og lauk hann ekki prófi. Hann
þótti heldur þungur í skapi og lítt mannblendinn, enda leitaði hann víst meira á
náðir Bakkusar en góðu hófi gegndi. Líklega hafa menn borið honum misjafnlega
söguna, sumir dregið fram það besta í fari hans, líkt og Jón Þorkelsson hér að ofan
og svo öfugt, líkt og Þorsteinn Erlingsson, sem orti e.k. níðkvæði um Ólaf og lýsir
þar hreint ekki fallegu líferni.21 Ég held hins vegar að best sé að láta ævisöguna
liggja milli hluta, þó svo að slíkt geti alltaf hjálpað til við að skilja menn og verk
þeirra. Þrátt fyrir misjafnar sögusagnir sýna verkin, svo að ekki verður um villst,
að þessi ágæti maður hefur heldur betur látið hendur standa fram úr ermum
meðan hann lifði.
Þegar Ólafur réðst í útgáfu ÍGSVÞ ásamt Jóni Árnasyni, skiptu þeir í upphafi
með sér verkum á þann hátt að Ólafur skyldi vinna úr leikjum (íslenzkar
skemtanir) en Jón hófst þegar handa við útgáfu á íslenzkum gátum. Síðar kom
Ólafur „vikivakadótinu“ yfir á Pálma Pálsson, þann sama og hafði tekið við útgáfu
Islenzkra fornkvœða. Hann lauk reyndar aldrei verki sínu, þannig að Ólafur gekk
frá vikivökunum til prentunar og skrifaði með þeim ítarlegan inngang (íslenzkir
vikivakar og vikivakakvtzði)}2 Stuttur og yfirborðskenndur ritdómur birtist um
útgáfu þessa í Sunnanfara og eru þar fá orð höfð um vinnubrögð útgefanda: ,Að
smávillur kunni að vera í jafnefnismikilli bók, sem þessi bók er, má telja óhjá-
kvæmilegt“.23 Síðasta bindið, Þulur ogþjóðkvœði, vann Ólafiir einn að því marki
að hann las ekki prófarkir og skrifaði engan inngang, en sló þar með botn í
þjóðkvæðin og fór alfarinn til íslands. Aðrir menn sáu um prófarkalestur, þ.á m.
Finnur Jónsson, sem las yfir hluta prófarkar. Finnursegir m.a.:
Jeg hef rekið mig á, að hann hefur lesið (eða skrifað) nokkurum sinnum rángt, enda
eru mörg af þeim handritum, er hann notaði, oft ógreinileg og örðug aflestrar. En
meðferð Ólafs á textanum er stundum óneitanlega nokkuð sjálfræðisleg, og það er oft
ilt eða ómögulegt að sjá, hvaðan ýmislegt af orðamuninum er tekið, eða hvernig með
þau handrit er farið, er notuð hafa verið til samanburðar; hjer hefur safnarinn eflaust
ekki sýnt nógu mikla nákvæmni. . . . Er jeg hitti Ólaf Davíðsson í sumar, fór jeg þess
19 Um æfi og störf Ólafs Davíðssonar má sjá nánar í formála Steindórs Steindórssonar að: Ólafur
Davíðsson, íslenzkarþjóðsögur, Þorsteinn M. Jónsson bjó til prentunar, Reykjavík, 1978.
20 Tekið úr eftirmála Finns Jónssonar að Þulum ogþjóðkvœðum, ÍGSVÞ, IV, bls. 383.
21 Kvæði Þorsteins er varðveitt í Lbs. 2033, sem hefur að geyma safn kvæðauppskrifta Jóns
Þorkelssonar.
22 Sjá Jón Samsonarson, Kvœði og dansleikir, II, bls. cxv-vi.
2^ Sunnanfari, V. árg, 2. hefti, 1895, bls. 12.