Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 221
(Ó) Traustar heimildir
219
á leit við hann, að hann semdi almennan eftirmála um safn sitt í heild sinni, gerði grein
fyrir aðferð sinni og meðferð kvæðanna o.s frv.24
Ólafur gaf sér hins vegar ekki tíma til að skýra frá útgáfutækni sinni, líklega
gagntekinn af öðrum áhugamálum og lést sex árum eftir heimkomuna til Islands.
í II og III bindi ÍGSVÞ, sem Ólafur vann og lauk við að fullu, greinir hann
ekki heldur frá aðferðum sínum, en ætla má að sömu vinnubrögð einkenni öll
bindin. Það hefur lengi leikið grunur á að meðferð hans á heimildum og virðingu
íyrir einstökum textum og heimildarmönnum sé ábótavant. Þessi grunur er
nokkuð almennur meðal fræðafólks, þó svo að fátt hafi verið ritað um þetta hingað
til.2'’ Það hefur tæplega farið fram hjá þeim sem lesið hafa þjóðsögur hans á hvern
hátt sögur eru samsettar úr nokkrum tilbrigðum. Með þessu móti kemur hann
vissulega meira magni til skila og gerir sögurnar auk þess oft skemmtilegri aflestrar,
þar sem hann velur það „besta“ úr hverju afbrigði, en slík útgáfa hlýtur að vera
hugsuð sem skemmti- og afþreyingarefni eingöngu. I eftirmála að Þulum og
þjóðkvœðum telur Finnur Jónsson „víst, að safnið muni eigi aðeins verða haft til
skemtunar heldur og muni fræðimenn af ýmsu tagi sækja í það margskonar
fróðleik, er þeir þykjast þurfa á að halda“.26 Reyndin er líka sú að það hafa
fræðimenn hingað til gert. Það er þó ekki fyrir alla að setja sig inn í útgáfuna, þar
sem textafræðilegar aðferðir skýrast ekki að sjálfu sér. Líklega hafa einhverjir lagt
árar í bát, borið fyrir sig eigin kunnáttuleysi og kosið að hunsa tilvitnanir, fremur
en að eyða tírna og kröftum í að átta sig á kerfi þeirra.
Ólafur var mjög meðvitaður um mikilvægi óbrenglaðrar útgáfu þjóðfræða. Árið
1896 gagnrýndi hann Magnús Grímsson heldur ómaklega fyrir meðferð þjóð-
sagna og sakaði hann um að skreyta sögurnar með náttúrulýsingum og íburðar-
miklu orðskrauti. Spjóti sínu beindi hann einkum gegn tveimur sögum, „Selinu“
og „Hornafjarðarfljóti“. „Selið“ var hins vegar ekki skrifað af Magnúsi, heldur
Jóni Þórðarsyni, og sú hin síðarnefnda er á engan hátt einkennandi fyrir þann stíl
sem Magnús tamdi sér.27 Um frásagnarhátt þessara sagna segir hann ennfremur:
Sumir yrkja þær [þ.e. sögurnar] aptur alveg upp að nýju, ef svo má segja, fella úr og
bæta við, og þetta hefir Magnús Grímsson viljað gera. Opt fer vel á þessu, en það er
hvorttveggja að við þetta verða sögurnar ekki eins áreiðanlegar og ella, ekki eins trú og
24 ÍGSVÞ, IV, bls. 383-84.
25 Sjá þó nýlega grein eftir Jón Samsonarson: ,Armi karl“, Vöruvoð ofin Helga Þorlákssyni
fimmtugum, Reykjavík 1995, bls. 41. Það skal tekið fram að sú athugun sem ég geri á
vinnubrögðum Ólafs er beinlínis sprottin út frá rannsóknum á kvæðunum í DFS 67. Vinnu-
brögð hans verða því ekki metin út frá eða borin saman við útgáfur annarra manna.
26 ÍGSVÞ, IV, bls. 384.
27 Ögmundur Helgason, „Upphaf að söfnun íslenzkra þjóðfræða fyrir áhrif frá Grimmsbræðrum“,
Árbók Landsbókasafns 1989, Reykjavík 1991, bls. 121. Ögmundur, sem hefur athugað vinnu-
brögð Magnúsar, telurorð Ólafs hins vegar „tilhæfulaust last“. Það mun vera nær lagi að Magnús
hafi lagt sinn skerf í að móta hinn klassíska íslenska þjóðsagnastíl. Sjá einnig grein Ögmundar
„Listævintýrið Selið í upphaflegri gerð eftirJón Þórðarson", SUðingur{Rit félags þjóðfræðinenta
við Háskóla íslands, 1. árg.), Reykjavík,1996.