Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 223
(Ó) Traustar heimildir
221
tölustöfum. Ef um slíkt er að ræða eru kvæðin ekki prentuð í heilu lagi, heldur
aðeins sá hluti sem sker sig frá fyrstu gerð. Oft er getið um handrit tilbrigðanna,
en a.m.k. jafn oft er því sleppt.
c) Algengast er að kvæði sé prentað með lesbrigðum sem ekki eru merkt bók-
stöfum. Við lok kvæðis eru talin upp nokkur handrit og hafa þau að geyma
sams konar gerð eða áþekka. Ekki er hægt að átta sig á hvaðan lesbrigðin eru
tekin.
d) Sum kvæði eru prentuð án lesbrigða og án upplýsinga um handrit eða með
lesbrigðum en án upplýsinga um handrit.
e) Kvæði án fyrirsagnar eru auðkennd á þann hátt að fyrsta lína er gleiðletruð.
Eins konar þankastrik gefur til kynna að hluta úr kvæði er sleppt. Oftast nær
er um að ræða línur sem prentaðar hafa verið áður í annarri gerð kvæðisins.
Hornklofi merkir að viðeigandi lesbrigði eigi við um allt milli hans og númers
(þetta er algengt á 19. öld).
f) Við lok kvæða, innan um upptalningu handrita fylgja stundum fáeinar athuga-
semdir, t.d. um fyrri útgáfur o.s.frv.
Ennfremur er útgáfan með samræmdri stafsetningu og er uppskrift breytt í
samræmi við hana (Kaupmaðr dróg upp atkjer > Kaupmaður dró upp atkeri).
Orð- eða hljóðmyndir sem fela í sér framburðareinkenni kvæðafólks eða jafnvel
fyrnsku skrifara fá því ekki að njóta sín. Samkvæmt þessari aðferð er m.a.
greinarmerkjasetningu og upphafsstöfum breytt, en við það er ekki höfð sýnileg
regla, heldur prentað sitt á hvað. Einstökum orðum uppskrifta er margsinnis
breytt, þ.e. beygingar- eða orðmyndum er bætt við þau eða þá felldar niður og
falli er breytt án þess að „leiðrétting" sé auðkennd. Þá er nokkuð um að einstökum
smáorðum sé sleppt eða þeim breytt. I nokkrum tilvikum má ætla að útgefandi
hafi lesið rangt úr handriti og nokkuð er um prentvillur.311
Flest af þessu er skiljanlegt ef tekið er mið af tækni þessa tíma (eða réttara sagt
tækniskorti) og umfangi verksins og ekki ástæða til að gera of mikið veður úr því.
Lesbrigðaskrár og upplýsingar um handrit, þar sem þær er að finna, eru hins vegar
oftar en ekki ófullnægjandi. Ég vil í upphafi athuga eina opnu: Á bls. 146 má
benda á athugasemdagrein við grýlukvæði, liðlega tvær línur. Ekki er greint frá
handritanúmeri DFS 67(SvG. 67). Þetta kemur að sök þar sem notast er við fleiri
handrit sama safns. Handritið er annað í upptalningu þeirra þriggja uppskrifta
sem til er vísað, en samt sem áður eru engin aflesbrigðum neðanmáls tekin þaðan.
Á bls. 147 er dæmi um það sem um var getið í lið d) hér að framan; kvæðið „Grýla
fór á fjöll og bjó“ er tekið eftir DFS 67 og neðanmáls er greint frá þremur
lesbrigðum, án þess að getið sé um handrit þeirra. Aðeins ofar á sömu blaðsíðu
Dærni um þetta: ósarnræmi r greinarmerkjasetningu, t.d. „Leppalúðakvæði“ bls. 156; ósamræmi
t' upphafsstöfum, bls. 231 (Loki/loki); bætt viðorð, bls. 45 (fagri > fagurri) og279 (ilur > ilvegur),
fellt úr orði, bls. 264 (stýrimaðurinn og stjórinn > stýrimaður og stjóri); falli breytt, bls. 201
(hamarinn > hamrinum); smáorð fellt úr, bls. 222 (nema af tómum > nema tómum); smáorði
breytt, bls. 318 (en karlinn > sem karlinn); ranglega lesið úr orði, t.d. bls. 260 (hvað > hvert r'
„Stúlkan ein“); prentvilla, t.d. bls. 224 (sumardaginn > sunnudaginn) og 249 (Þá > Þú).