Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 224
222
Aðalheiður Guðmundsdóttir
er kvæðið „Grýla kemur á hverjum vetri“ og er DFS 67talið eitt handrita. Þar er
hins vegar aðeins að finna þrjár síðustu línur kvæðisins, en aðalheimild vantar.
Lesbrigðin eru hins vegar tekin eftir DFS 67, en þau eru ófullkomin. A bls. 186
stendur þulan „Lambið beit í fíngur minn“. Neðanmáls eru níu lesbrigðalínur,
þar sem lesbrigði eru án allra auðkenna. Engar upplýsingar eru um handrit, aðrar
en „Drefjar í hrs. Sv. Grv. 67, Arch. Fr“. Raunin er sú að tilvitnuð uppskrift geymir
sáralítið úr prentaðri þulu, en Arch. L, eftir sögn Þuríðar Hallgrímsdóttur, þeim
mun meira. Ekki er nokkur leið að átta sig á uppruna lesbrigða, né hvaðan mestur
hluti þulunnar er tekinn. Fleiri algeng glappaskot í athugasemdagreinum eru að
rangt er farið með nafn heimildarmanns, ranglega getið um ritara og ranglega
farið með númer handrita. Þá eru dæmi þess að útgefandi skeyti ekki um
leiðréttingar sem skrifarar hafa sett í handrit sín og að orðalagi innan gæsalappa
sé breytt.31 Þannig mætti lengi rekja áfram og er óhætt að segja að öll ofangreind
dæmi eigi sér ófáar hliðstæður.
Meðferð einstakra orða og upplýsingar um handrit og aðrar heimildir skipta
þó minna máli en útgáfa kvæðanna í heild. Verra er þegar orði eða línu(m) er
athugasemdarlaust bætt inn í uppskrift, sem að öðru leyti er tekin eftir einu
handriti.32 Þetta getur gengið svo langt að prentað kvæði er ekki annað en
samsetningur ýmissa uppskrifta með tilheyrandi viðbótum útgefanda. I slíkum
tilvikum er verkið á mörkum þess að vera útgáfa heimilda og skáldskapur.
Eftirfarandi þula er gott dæmi um þetta. Hún er hér prentuð stafrétt eftir útgáfu
Ólafs, ásamt lesbrigða- og handritaskrá. Þetta dærni sýnir að lesanda er með öllu
ókleift að átta sig á meðferð heimilda og samsetningu þeirra.33
Stígum við stórum 12 einn dúrinn dreingur!
stundum til grunda, Farðu’ á fætur Dísa,
3 belg ber eg eptir mér úti er kveðin vísa!
[til barnanna funda.1 13 Hver er kominn úti?
Hér [læt eg2 skurka Björn á brotnu skipi.
6 fyrir skáladyrum. Hvað [vill hann Björn
Vaknaðu Gýgur! 18 Biðja5 um nálar.
[Ei vill Gýgur3 vakna. Hvað [er að nálum?6
9 Er orðið framorðið? Sauma að segli?
Sól á milli augna þinna, 21 Hvað er að segli?
sofa máttu leingur, Slitið af veðri.
31 Dæmi um þetta: rangt farið með nafn heimildarmanns, bls. 236 (Guðríður > Guðrún); ranglega
getið um ritara, bls. 333 (rithönd kvæðis ber ekki saman við önnur handrit Guðmundar
Sigurðssonar); ranglega farið með númer handrits, bls. 370 og 373 (þarna eru samtals þrjár
tilvitnanir í DFS („Sv. Grv.“) 67 sem eiga við DFS 66); horft fram hjá leiðréttingum, bls. 371
(er. 7 hendi > hendur og er. 11 svaraði > svarar); orðalagi breytt innan gæsalappa, bls. 372
(tilvitnun í athugasemd Jóns Árnasonar: kvæðin > kvæðið, Pjeturs > Péturs, þau > það).
32 Dæmi um þetta: orð, bls. 216 (Þó var > Þó var hann); lína, bls. 200 (síðasta lína kvæðis nr.
XVIII).
33 ÍGSVÞ, IV, bls. 205. Ég hef bætt við línunúmerum, til að auðvelda samanburð.