Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 243
Freyfaxahamarr 241
irnar tvær. Með öðrum orðum, hvort líkindi séu að tíundu aldar arfsögn leynist
þar að baki.
Nokkrir fræðimenn hafa haldið því fram að tortíming Freyfaxa hafi verið
fórnarathöfn og gæti hún þá átt rætur í trúararfsögn frá tíundu öld. Þannig segir
Nils Lid á þessa leið m.a. í langri ritgerð um slátrunaraðferðir í Noregi árið 1923:
Med umsyn til ei rituel nedsturting ved avliving av hestar utfor ein berghamar skal det
fyrst visast til den gamle islendske skildringi i Hrafnkels saga Freysgoða um avlivingi
av hesten Froyfakse (Hvað fórnarathafnir snertir, þar sem hestar voru drepnir með því
að varpa þeim fram af hamri skal fyrst bent á gömlu íslensku frásögnina í Hrafnkels
sögu Freysgoða af því hvernig hesturinn Freyfaxi var drepinn).
Og Nils Lid bætir við:
Ei rituell nedsturting av hestar utfor berg ligg det i fyrehand nær á take som ei ofring
av eit slag „offergávor“ til overnaturlege makter som endá knapt har vore heilt skilde
ifrá naturgrunnlaget sitt. Og ein kunde jamfora den med den nedannemnde nedsturt-
ingi av ein reinskalv hjá finnane, og med ymse „offer“ til skogen, til grábeinane o.l.
(NL 1923, 186-187). (Þegar hesti var varpað fyrir björg sem fórn liggur beinast við
að líta á það sem „fórnargjöf' til goðmagna sem tengd voru sjálfri náttúrunni. Má í
því sambandi minna á hvernig Samar vörpuðu hreindýrskálfi fyrir björg sem „fórn“ til
skógarins, þeirra gráfættu (úlfanna) eða annarra vætta).
Nils Lid dregur einnig fram samanburðardæmi úr löndum Miðjarðarhafsins,
en þar hefur verið um svipaða siði að ræða til forna. Sjávarguðinum Poseidon var
færð fórn á þann hátt að hestum var varpað fram af kletti í hafið eða sökkt í lindir.
Að launum var talið að Poseidon veitti stríðsgæfu og tryggði ríkulegan sjávarafla
(NL, 197 o. tilv. rit. Sbr.JG, 171-172 ogWB, 113-114).
I ritgerð Knut Liestols í Arv árið 1946 segir um aftöku Freyfaxa:
Ogsá der Freyfaxi andre gongen kjem fram att i soga, synest det á vera gamle minnen
knytte til honom . . . Det ligg nær at tenkja sig ei rituell nedsturting, . . . (Þegar
Freyfaxi er nefndur öðru sinni í sögunni virðast einnig gamlar arfsagnir tengdar
honum. . . . Honuni virðist varpað fram af hamrinum í fórnarskyni). Knut Liestol
bætir við sögu um Fakse, sem stökk af kletti út í „Faksare-tjorni" og hófifarið sást á
klettinum. Þá dregur hann einnig fram hliðstæð dæmi frá Þýskalandi um hesta sem
varpað hafi verið fyrir björg sem fórn. Hófspor hafi sést í tunglskini á klettinum sem
þeim var varpað fram af. í mörgum sögum af slíkum fórnarathöfnum segir KL þrennt
sameiginlegt: hamarinn, vatnið undir hamrinum og hóffarið á berginu (KL 1946,
99-100).
1 riti sem kom út árið 1947 taldi Broddi Jóhannesson að aftaka Freyfaxa hefði
verið fórnarathöfn, hesturinn gefinn Frey með því að drekkja honum í hylnurn.
Lýsing á meðferðinni áleit hann að hefði lifað í sögnum (BJ 1947, 97). í sama riti
dró BJ fram tvö dæmi úr Landnámabók um að nafnkenndum hestum hefði að