Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 244
242
Jón Hnefill Aðalsteinsson
líkindum verið fórnað hér á landi með svipuðum hætti, hryssunum Skálm og
Flugu, sem báðar eru sagðar hafa týnst í keldu (BJ 1947, 95—96; sbr. ÍF I, 96-99;
235-236).
Þegar haft er eftir Þorgeiri Þjóstarssyni í Hrafnkels sögu, að maklegt sé að sá
taki við Freyfaxa, „er hann á“, skýrir Jón Jóhannesson í útgáfu íslenzkra fornrita,
að þar sé átt við Frey. (IF XI, 123, n. 2). Þessi túlkun er byggð á trúarviðhorfi
Hrafnkels til hestsins sem greint er frá í upphafi sögunnar, þar sem segir m.a. að
Hrafnkell hafi gefið Frey Freyfaxa að hálfu við sig (3).
I þeim samanburðardæmum sem hér hafa verið rakin kemur fram að í grárri
forneskju hefur sá siður tíðkast á ýmsum stöðum í Evrópu að varpa hestum og
öðrum fórnardýrum íyrir björg, steypa þeirn í hafið eða sökkva í lindir. í sumum
þeim dæmum sem NL vísar til er um fornar og frumstæðar fórnarathafnir að ræða,
þar sem hræjum fórnardýrsins var varpað fyrir varga merkurinnar. Slíkar fórnir
tíðkuðust gjarna í trúarbrögðum þar sem verkmenning og samfélagsskipan var
mun skemmra á veg komin en almennt gerðist með Norðurlandamönnum á
tíunduöld. Þarerekki um að ræðafórnir tilguða, heldurfórnargjafirtil goðmagna
í náttúrunni. I dæmunum frá löndum Miðjarðarhafsins sem NL, JG og WB vísa
til er hins vegar um að ræða sérstaka fórn til sjávarguðsins Poseidons. Hesturinn
var uppáhaldsskepna Poseidons og hann beitti eirhófuðum hestum fyrir vagn sinn
(JG, 169-171).
I samanburðarefni Knut Liestols er hins vegar eingöngu um að ræða mjög
fjarstæðukennda sagnamyndun, sem þó gæti bent til þess að fórnir hafi verið
færðar á þennan hátt í fjarlægri fortíð. Það sem segir um hóffarið á klettinum
bendir þó til þess að mjög sé farið að fyrnast yfir sagnirnar og þær hafa tekið á sig
ævintýrablæ.
Gabriel Turville-Petre segir um lýsinguna á tortímingu Freyfaxa í Myth and
Religion of the North:
This story, apocryphal as it must be, is supported by Norwegian traditions, and might
be regarded as a travesty of a sacrifice to Freyr (GTP 1964, 254) (Þessi frásögn, sem
hlýtur að teljast vafasöm að uppruna, fær stuðning í norskum arfsögnum og mætti líta
á hana sem afskræmingu á Freysfórn).
Hér er rétt að staldra við orðin „afskræming á Freysfórn." Samkvæmt þeim er
höfundur Hrafnkels sögu ekki að lýsa raunverulegri fórn til Freys þegar hann
greinir frá tortímingu Freyfaxa. Þessi frásögn ætti þá hugsanlega rætur í norrænni
trú, en gæti hafa mótast að einhverju eða öllu leyti í sögnum í kristnum sið eða
verið verk höfundar sögunnar. Sérstaka athygli vekur tilvísun GTP til norskra
arfsagna. Þar er um arfsagnir að ræða sem sumar hverjar eiga sér fornar rætur, en
aðrar mótuðust og gengu í Noregi eftir að kristni var lögtekin þar. Verður nánar
vikið að þeim sögnum hér á eftir.
A síðari áratugum hafa sumir fræðimenn viljað ganga enn lengra en GTP gerir
og hafna því alveg að aftaka Freyfaxa hafi átt nokkuð skylt við fórn til fornra guða.