Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 245
Freyfaxahamarr
243
Þannig segir Walter Baetke, að þegar Þorgeir telji rétt að sá taki við Freyfaxa sem
hann á, þá eigi hann auðvitað við djöfulinn sjálfan (WB 1952, 43). Samkvæmt
skilningi WB var því eingöngu verið að tortíma hestinum sem hverri annarri
nreinvætt og tryggja að hann yrði ekki frekari bölvaldur, eins og Þorgeir segir
raunar í sögunni. Brita Egardt bendir í þessu sambandi á hve mikil mótsögn það
hefði verið í trúaratferli Þjóstarssona ef þeir hefðu fyrst brennt hofið og skurð-
goðin, en síðan fórnað hestinum. Hvað aftökuna varðar nefnir hún, að dýr hafi
stundum verið dæmd til lífláts á miðöldum og samkvæmt því megi hugsa sér að
Freyfaxi hefði verið „dæmdur til drekkingar“ (BE 1962, 179).
WB og BE líta á tortímingu Freyfaxa í beinu samhengi við meðferðina á
goðamyndunum og hofsbrennuna, allt mótað afhugmyndum og viðhorfum senr
komu fram löngu eftir kristnitöku. Er rökfærsla þeirra allrar athygli verð.
Rétt er að vekja sérstaka athygli á tvennskonar viðhorfi til Freyfaxa. Höfundur
gerir grein fyrir honum sem helgum hesti í upphafi sögunnar og Hrafnkell
umgengst hann sem slíkan í einu og öllu uns honum er meinað það með ofbeldi.
Hjá Þjóstarssonum kemur fram gerólík afstaða. Þorgeir segir um Freyfaxa: „En
hestr þessi sýnisk mér eigi betri en aðrir . . .“, og afneitar þar með allri helgi á
hestinum, sem þeir bræður hrinda síðan fram af hamrinum. Það er í ljósi þessa
viðhorfs sem ekki er fráleitt að gera ráð fyrir að Þorgeir gæti átt við djöfulinn
sjálfan þegar hann segir að maklegt sé að sá taki við Freyfaxa sem hann á. Ef aðeins
var verið að tortíma Freyfaxa sem meinvætt og bölvaldi, þá er ekki óeðlilegt frá
kristnu sjónarmiði að hugsa sér að það sé djöfullinn sjálfur sem á að taka við
honum. Það er síðan umhugsunarefni út af fyrir sig, að höfundur Hrafnkels sögu
skuli leggja tíundu aldar goða slík orð í munn.
Til að varpa frekara ljósi á þau mismunandi viðhorf til frásagnarinnar af
tortímingu Freyfaxa sem hér hafa verið rakin er rétt að draga fram það sem vitað
er um hestfórnir á Norðurlöndum á síðustu öldum norrænnar trúar.
IV
Talið er að hestum hafi verið fórnað á gervöllu hinu indóevrópska svæði og hafa
ítarlegustu heimildir um hestsfórnir varðveist í Indlandi, þar sem lýst er svo-
nefndri A’svamedha-fórn. Ljóst er að sú lýsing gefur ekki endilega rétta mynd af
hestsfórninni eins og hún fór fram í öndverðu hvarvetna á þessu svæði, en ég tel
þó rétt að draga hér fram nokkra þætti.
Undirbúningur fórnarathafnarinnar og athöfnin sjálf fór eftir flóknum helgi-
siðaformála. Fórnarhesturinn rásaði um í 360 daga með 100 vönuðum hestum.
Ungir aðalsmenn gættu hjarðarinnar og átti sérstaklega að varna þess að folinn
kæmist til mera eða væði í óhreinu vatni. Fórnarhátíðin var undirbúin með
flóknum helgisiðum og áður en hesturinn var felldur var talað til hans í því skyni
að hann sætti sig við örlög sín. Síðan lagðist æðsta drottningin við hlið hestsins
undir teppi og lagði hrossskökulinn í skaut sér, en prestar og konur skiptust á
víxlsöngvum til eflingar frjósemi. Skrokkurinn var að því búnu hlutaður sundur