Skáldskaparmál - 01.01.1997, Qupperneq 246
244
Jón Hnefill Aðalsteinsson
samkvæmt sérstakri forskrift til samræmis við upprunalega helgisiði sköpunar.
Þessari fórnarathöfn er mjög víða lýst (WK 1936, 296-298; FS 1961, 58; H&S
1974, 212; ME 1983, 96-97; 400 o.áfr.).
Þá er að líta á norræna samanburðarefnið.
í nýlegri ritgerð hefur Haraldur Ólafsson tekið til frekari rannsóknar hugmynd-
ir Brodda Jóhannessonar um að Flugu og Skálm hafi verið fórnað. Beinir hann
athygli sinni sérstaklega að frásögnum Landnámabókar af Flugu og með ítarlegum
samanburði við lýsingar á hestafórnum í fornmenningu Miðjarðarhafslanda og
víðar kemst hann að þeirri niðurstöðu að í umræddum frásögnum Landnáma-
bókar megi að líkindum greina leifar forns sagnaminnis um það hvernig fórnar-
hestur var valinn (HÓ 1995, 128 o.áfr.).
Aðrar heimildir íslenskra fornrita um fórnarathafnir og blótsiði í norrænni trú
þar sem hestar koma við sögu eru því miður ekki fjölskrúðugar. Þó nefnir Snorri
Sturluson að hestum hafi verið slátrað til blótveislunnar á Hlöðum:
Þar var ok drepinn alls konar smali ok svá hross, en blóð þat allt er þar kom af, þá var
kallat hlaut, ok hlautbollar þat, er blóð þat stóð í, ok hlautteinar, þat var gört svá sem
stökklar, með því skyldi rjóða stallana öllu saman ok svá veggi hofsins útan ok innan
oksvástokkva á mennina, en slátr skyldi sjóða til mannfagnaðar (ÍF XXVI, 167-168).
í þessari frásögn er skýrt tekið fram að hrossum hafi verið slátrað og hrossakjöts
neytt ásamt öðru kjöti í blótveislunni. Skoðanir eru nokkuð skiptar meðal
fræðimanna um heimildargildi þessa kafla Hákonar sögu góða (KD 1985, 13
o.áfr.; JdV 1956, 418 o.áfr. o.tilv.r.; GTP 1964, 251). Önnur frásögn í Hákonar
sögu góða styður þó það sem segir um hrossakjötsneysluna, en það er frásögn
Snorra af því er Þrændir neyddu Hákon konung góða til að kyngja nokkrum
bitum af hrosslifur sem frægt er. Þetta atvik er nefnt í eldri ritum, bæði Agripi af
Nóregs konunga sögum, sem er um 40 árum eldra rit en Heimskringla og í Nóregs
konunga tali sem einnig er eldra (ÍF XXIX, 9; 80). Það kjarnaatriði sem hefur
orðið öllum þessum ritum söguefni er einmitt hvort Hákon konungur skuli eta
hrosslifur eða ekki og það rennir stoðum undir að hér sé um sögulegar rætur að
ræða, að hrossakjötið og þá ef til vill sérstaklega hrosslifrin hafi gegnt hlutverki í
fornum blótmáltíðum. Og konungurinn var ekki aðeins að taka þátt í venjulegri
hátíðamáltíð með því að eta af hrosslifrinni, heldur fólst í því staðfesting hans á
þeim lögum sem sett höfðu verið í landinu. Um þetta efni hef ég fjallað á öðrum
stað og vík því ekki frekar að því hér (JHA 1992, 81—98).
Þau hross sem um ræðir í þessum blótveislum hafa væntanlega verið drepin
með hefðbundnum hætti. 1 fornum íslenskum ritum eru frásagnir af því að
fórnardýr hafi verið „svæfð“, stungin með beittu járni í mænuna milli hálsliða (ÍF
IV, 9). A hinum Norðurlöndunum eru til yngri lýsingar á því hvernig hestar voru
drepnir, annaðhvort rotaðir með sleggju, og þá lagt klæði yfir augun áður til þess
að þeir sæju ekki skugga höggvopnsins, og síðan skornir, eða þá að þeir voru
stungnir í brjóstið án þess að vera rotaðir áður og þá gjarna leiddir um uns þeim