Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 248
246
Jón Hnefill Aðalsteinsson
. . . i den nedre luten av Evanger finst det álkjend segntradisjon om denne staden. Pá
Horvei fortel dei soleis at „der leidde dei oykene utpá og batt for augo pá dei og ugga
(rygga) dei utfyre so dei for ned og slo seg i hel. Oftaste har det vel bore radt pá vatnet
med dei. Stundom skaut dei oykene og velte dei utfor brotet, ned i urdi der“. (NL,
181-182;) (. . . í neðri hluta Evanger hefur gengið alþekkt arfsögn um þennan stað.
Á Horvei var t.d. sagt, „að þar hafi þeir leitt hestana fram á bjargið, bundið fyrir augun
á þeim og ýtt þeim fram af og drepið þá þannig. Oftast hafa þeir síðan borist út í vatnið.
Stundum skutu þeir hestana og veltu þeim fram af bjarginu niður í urðina“).
Þessar síðastnefndu hliðstæður við lýsingu Hrafnkels sögu á aftöku Freyfaxa,
eru ekki margra alda gamlar. Hér er því um að ræða sagnir sem hafa myndast og
gengið eftir að kristni var lögtekin í Noregi. Trúlegt má þó telja að þessar aðferðir
við förgun hrossa eftir kristnitöku byggi að einhverju leyti á ævafornum fórnar-
athöfnum eins og NL gefur í skyn.
Það eru umrædd dæmi, sumpart ævaforn að uppruna og sumpart úr kristinni
sagnahefð, sem GTP vitnar til þegar hann segir að Iýsingin á tortímingu Freyfaxa
eigi sér stuðning í norskum arfsögnum.
VI
Frásögn Hrafnkels sögu ber það með sér að Þjóstarssynir voru að tortíma Freyfaxa
en ekki eingöngu að drepa hann, enda segir berum orðum í sögunni: ok týndu
honum svá (28). Kjötið af Freyfaxa var ekki veislumatur í boðinu sem Sámur gerði
væntanlegum þingmönnum sínum og öðrum eftir að Hrafnkell hafði verið
hrakinn á brott. Höfundur greinir frá því sérstaklega, að það hafi ekki verið fyrr
en eftir veisluna sem þeir bræður vildu líta á hrossin. Raunar virðist það liggja í
orðum Þorgeirs um hrossin, að Þjóstarssynir hafi ekki verið hrossakjötsætur.3
Hann segir rétt að láta hrossin tóra meðan þau mega fyrir aldurs sakir og þá eru
þau auðvitað löngu orðin óæt. Það er út af fyrir sig athyglivert að höfundur
Hrafnkels sögu skuli láta mann á miðri tíundu öld vera jafn frábitinn hrossa-
kjötsáti og þarna kemur fram, en það sýnir að hér sem víðar fer höfundur frjálslega
með tímasetningu.
Fatið sem dregið var á höfuð Freyfaxa hefur að öllum líkindum gegnt því
hlutverki að koma í veg fyrir að hesturinn beindi illu auga að umhverfmu (FS
1942, 244; GTP 1964, 254), jafnframt því sem það hindraði auðvitað að hann
sæi hamarsbrúnina sem verið var að hrinda honum fram af. Algengt var til forna
og raunar miklu lengur um allar jarðir að binda fyrir augun á ókindum og illþýði
sem tekið var af lífi, því illt augnaráð var aldrei hættulegra en á andlátsstundinni.
I þessu sambandi má minna á frásögn Laxdælasögu afaftöku meints galdramanns,
Hallbjarnar slíkisteinsauga. Fyrst var dreginn belgur á höfuð honum, en síðan
róið með hann á haf út, bundinn steinn við hálsinn og honum drekkt. Aftöku-
aðferðin er hér næsta lík aftöku Freyfaxa, nema hvað böðlana henti sú vangá að
3 Kona mín, Svava Jakobsdóttir, vakti athygli mína á þessu atriði.