Skáldskaparmál - 01.01.1997, Side 249
Freyfaxahamarr
247
taka belginn afhöfcSi Hallbjarnar áður en honum varsökkt oggat hann því varpað
áhrínsorðum á umhverfið (ÍF V, 106—107).
Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að ekki getur verið um ómengaðar
tíundu aldar trúararfsagnir að ræða að baki frásögninni um aftöku Freyfaxa. Mér
virðist því sem það sé ofsagt sem NL, KL o.fl. hafa látið í ljós að þarna hafi verið
um fórnarathöfn eða „rituel nedsturting“ að ræða. Höfúndur sögunnar er alténd
ekki að lýsa eindreginni fórnarathöfn. Frásögn hans er öllu fremur „afskræming
á Freysfórn“ eins og GTP hefur réttilega bent á og ber keim af hreinni aftöku eða
tortímingu eins og WB og BE hafa haldið fram. Auk þess minnir lýsingin einnig
mjög á sagnir um förgun hesta í Noregi eftir kristnitöku.
VI
Fræðimenn hefur nokkuð greint á um hversu vel höfundur Hrafnkels sögu hafi
þekkt til á slóðum sögunnar í Hrafnkelsdal. Erfitt er að skera úr þessu ágreinings-
efni nema gera sér jafnframt grein fyrir afstöðu höfundar til söguefnisins, hvort
það var einlægur ásetningur hans að festa á blað það eitt sem hann vissi sannast
og réttast sögulega og arfsögulega séð eða hvort hann fór frjálslega með efni sitt
og var þá ef til vill jafn hirðulaus um staðhætti og staðreyndir. I sögunni er margt
á reiki um staðhætti. Hér má nefna sérstaklega hve óljóst það er víða í sögunni
hvort höfundur á við Hrafnkelsdal eða Jökuldal þegar hann talar um dalinn.
Ókunnugum lesendum gæti því virst Hrafnkelsdalur sögunnar miklu lengri en
raun ber vitni. Sú byggð sem nefnd er í goðorði Hrafnkels og nágrenni Leikskála,
þar sem Sámur bjó, kemst engan veginn fyrir í Hrafnkelsdalnum, jafnvel þótt þar
hefði verið nokkuð á annan tug bæja. Ég hef á öðrum stað vikið að þessu efni
sérstaklega og leyfi mér að vísa til þess (JHA 1991, 13-18).
En hvar er þá Freyfaxahamar? Við þeirri spurningu hefur löngum orðið örðugt
um skýr svör, en ég mun drepa hér á það helsta sem fram hefur komið.
Samkvæmt orðum sögunnar liggur beinast við að leita Freyfaxahamars við ána
niður undan Aðalbólsbæ. Þjóstarssynir voru heima á Aðalbóli, samkvæmt sög-
unni, þegar þeir „létu senda eptir Freyfaxa ok liði hans“ og þangað eru hrossin
„heim leidd“ (27). En fyrir neðan bæinn á Aðalbóli eru grundir og sléttar eyrar
við ána Hrafnkelu. A síðari hluta síðustu aldar var Sigurði Gunnarssyni, Krisdan
Kilund og Sigurði Vigfússyni bent á Freyfaxahamar í eða nálægt Faxagili svo-
nefndu, sem er 5-6 kílómetrum fyrir innan Aðalból, í vesturhlíð dalsins (SG
1886, 455; KK II 1882, 219; SV 1893, 38). Á sömu slóðum var enn bent á
Freyfaxahamar þegar Jón Jóhannésson kom á söguslóðirnar árið 1939 (SN 1940,
30; JJ 1950, LII). Tilgáta kom fram árið 1973 að lág klöpp og hár bakki við
Hrafnkelu hjá svonefndri Sveif, skammt frá Aðalbóli væru leifar Freyfaxahamars
(MG 197^-76, 250-251), en á síðasta áratug hafa komið fram hugmyndir um
Freyfaxahamar við Hrafnkelu, skammt fyrir innan Faxagil (SR og ÓH 1980; SR
1990). Þar er klettur við ána á einum s/að og hvergi annars staðar sunnan Aðalbóls
í Hrafnkelsdalnum.