Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 252
250
Jón Hnefill Aðalsteinsson
fram af hömrum eftir kristnitöku hefur það að öllum líkindum verið gert með
tillitslausum og hörkulegum aðferðum.
Samkvæmt þeim samanburði sem hér hefur verið gerður á lýsing Hrafnkels
sögu á aftöku Freyfaxa furðulítið sameiginlegt með því sem vitað er um hestsfórnir
á Norðurlöndum á síðustu öldum fyrir kristnitöku. Virðist því útilokað að
lýsingin byggi á fornri trúararfsögn frá tíundu öld um hestsfórn. Þar væri þá um
algera afbökun að ræða, bæði hvað snerti kjarnaatriði og ytri umbúnað.
Lýsingin á aftöku Freyfaxa er hins vegar um margt áþekk því sem segir af förgun
hrossa í Noregi eftir að kristni komst á. Þessi niðurstaða bendir ótvírætt til að
umrædd frásögn sé verk höfundar Hrafnkels sögu. Framferði Þjóstarssona við
aftöku hestsins er í öllum meginatriðum sama eðlis og framferði þeirra gagnvart
goðamyndunum og hofinu. Svo mótsagnakennt sem það kann að virðast, þá er
engu líkara en þeir bræður, Þorgeir og Þorkell, hagi sér eins og kristnir menn sem
vanvirða helgadóma norrænssiðar ogryðjaþeim úrvegi. Freyfaxi færsömu útreið
og goðahúsið. I ljósi þessa er ekki fjarri að álykta að Þorgeir goði í Þorskafirði ætli
erkióvini kristninnar að taka við Freyfaxa.
Það er umhugsunarefni í þessu sambandi að goði í norrænum sið skuli látinn
eiga hlut að slíkri refsiverðri goðgá og svívirðu og ná að framkvæma óátalið.
Að lokum er rétt að draga meginniðurstöður þessarar rannsóknar saman í fáum
orðum:
Lýsing höfundar Hrafnkels sögu á meðferð Þjóstarssona á Freyfaxa ber ekki
merki þess að hún sé hestsfórn eins og vænta má að þær hafi farið fram á tíundu
öld, en svipar til lýsinga á förgun hrossa í kristni. Hvaðan svo sem höfundi hafa
komið efnisföng til frásagnarinnar, þá virðist mér ljóst, að hann byggi ekki á
trúararfsögnum úr fornum sið og lýsing hans á staðháttum í þessu tilviki kemur
ekki heim við landslag á söguslóðunum í Hrafnkelsdal.
Heimildir
Aðalsteinn Jónsson 1951: Hrafnkatla hin nýja og Sigurður Nordal prófessor. GerpirV.
árg., 6-7. tbl., 2—9. Akureyri/ Seyðisfirði.
ASB = Altnordische Saga-Bibliothek 1 o.áfr. Halle 1892 o.áfr.
Ágrip af Nóregs konunga sögum. Fagrskinna — Nóregs konunga tal 1984. Bjarni
Einarsson gaf út. íslenzk fornrit XXIX. Reykjavík.
Baetke, Walter 1952: Hrafnkels saga Freysgoða. Halle (Saale).
Bókfræði Hrafnkels sögu Freysgoða 1993: Kristján Jóhann Jónsson bjó til prentunar.
Egilsstaðir.
Brennu-Njáls saga 1956. Einar Ól. Sveinsson gaf út. íslenzk fornritXII. Reykjavík.
Broddi Jóhannesson 1947: Faxi. Akureyri.
Burkert, Walter 1982: Structure and History in Greek Mythology and Ritual. Berkeley-
Los Angeles-London.
Diiwel, Klaus 1985: Das Opferfest von Lade. Wienerarbeiten zurgermanischen altertums-
kunde undfilologie 27. Wien.
Egardt, Brita 1962: Hastslakt och rackarskam. En etnologisk undersökning av folkliga
fördomar. Nordiska museets handlingar 57. Lund.