Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 267
265
Umsagnir um bœkur
jafnréttisþjóðfélag á þeim tíma. Islendingasögurnar veita e.t.v. hugmynd um
ákveðið jafnræði innan yfirstéttarinnar en samfélagsmynd t.d. íslendingabókar
og Hungurvöku er öðruvísi. Þar virðast örfáir einstaklingar, stundum einn, hafa
tögl og hagldir í þjóðfélaginu.
Einnig tekur Whaley frásögn Oddaverja þáttar af samskiptum Þorláks helga
og Jóns Loftssonar trúanlega og kveður Þorlák hafa „promoted this cause with
zeal“ (25). Hér hefði mátt taka fram að í A-gerð Þorláks sögu er ekki greint frá
þessum átökum en hún er nokkrum áratugum eldri. Nú var raunar einu sinni
talið að A-gerð hefði breitt yfir þessi átök af tillitssemi við Pál byskup Jónsson og
jafnvel var Oddaverja þáttur álitinn „sagnfræði“ en A-gerð „helgisaga“. En Sverrir
Tómasson og Asdís Egilsdóttir hafa sýnt fram á að Oddaverja þátt beri að skilja í
samhengi helgisagnaritunar, þar sé aukið á píslarvætti Þorláks með því að gera
sem mest úr andstöðu við hann. Og Oddaverja þáttur er á engan hátt trúlegri
sagnfræði en A-gerð, þar eru til að mynda bæði kraftaverk og dæmisögur.
Einnig er ég ósáttur við lýsingu Whaley á samskiptum Norðmanna og Islend-
inga. Hún segir að Hákon konungur hafi fyrirskipað víg Snorra, að norsku
byskuparnir hafi gengið erinda hans á Islandi og að Norðmenn hafi notað
óeirðirnar á Islandi sem „tylliástæðu“ til að þenja út veldi sitt (26-29). Eins og ég
hef áður vikið að (í Sögu 1995) er þessi söguskoðun þáttur í sjálfstæðisbaráttu
Islendinga á fyrri hluta 20. aldar sem á enga stoð í sagnaritum 13. aldar. Þvert á
móti virðast Islendingar sjálfir hafa leitað til Noregskonungs og reynt að nota
hann til að auka veldi sitt. Taka má undir þessi orð Whaley en hér sem endranær
setur hún fram fleiri hliðar: „The relative stability of the Norwegian realm under
Hákon Hákonarson must have made Norwegian overlordship a much more
attractive option to the Icelanders in their worst moments of anarchy and
violence.“ (27)
Rétt er að taka fram að þetta eru smáatriði sem stinga einungis í augu vegna
þess hve bókin er almennt skynsamleg og nýstárleg. Þannig er þriðji kafli, The
Text, aðgengilegt yfirlit yfir handrit sögunnar og útgáfur sem fengur er að í riti
sem m.a. er ætlað háskólanemum (41-52). Fjallað er um helstu textavandamál
sem hafa vafist fyrir fræðimönnum, þ.e. afstöðu sérstöku sögunnar um Ólaf helga
og sögunnar í Heimskringlu, formála sérstöku sagnanna og vandamál tengd
skiptingu í sögur og kafla (52-62). Sú greinargerð nýtur þess hve Whaley tekst
vel að koma kjarna málsins til skila í fáum orðum. Margur stúdent verður
örugglega feginn að fá hér svart á hvítu staðreyndir um varðveislu sögunnar svo
skorinort að hvert barn skilur - en óinnvígðum hættir annars til að vera óeðlilega
feimnir við textafræði. Þeir sem vilja lesa Heimskringlu fyrst og fremst sem texta
hafa og eflaust gott af að átta sig á erfiðleikunum við að festa hendur á þeim texta.
Whaley tekur sérstaklega til þess hve mörg handrit hafi varðveist af
Heimskringlu og í mörgum löndum. Hún nefnireinnig stöðu Heimskringlu sem
endahnútinn á löngu skeiði safnrita um norsku konunga og dregur þessa ályktun:
„there seems to have been a sense that Snorri’s work could be supplemented . . .
but not bettered.“ (47) Fjórði kafli (63-82) fjallar einmitt um heimildir Snorra