Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 270
268
Umsagnir um bœkur
mótist af þjónustunni við Skúla hertoga, setji hann ekki fram heildarkenningu
um norska sögu, hvorki að hún sé deila konungs og höfðingja né annað. Hvað
varðar gagnsemi sögunnar, telur Bagge að fortíðin hafi verið þekkingarbrunnur:
„knowledge of human affairs is knowledge of the past“ (206) auk þess sem sagan
var orðstír manna, líf þeirra eftir dauðann. Eins og Bagge segir: „the „publication“
of heroic deeds was the raison d’étre of the whole genre of saga writing“ (204).
I þriðja lagi fjallar Bagge um afstöðu Snorra til hins yfirnáttúrlega og telur að
hann hafi minni áhuga á því en ýmsir aðrir sagnaritarar, t.d. Oddur munkur
(208-224). Þetta vill Bagge setja í samhengi við vaxandi skynsemishyggju
(rationalism) í evrópskri sagnaritun á 12. öld (224-30). Bagge tekur að vfsu fram
að Snorri sé ekki „a modern rationalist“ (224) en almennt skilgreinir hann
skynsemishyggju ekki. Nú þarf varla að leika nokkur vafi á að Snorri trúir á sama
Guð og Oddur munkur þó að hann hafi meiri áhuga á mönnunum og því sem
knýr þá áfram. En er eitthvað „skynsamlegra“ að beina athygli sinni fremur að
mönnum en Guði, ef menn gefa sér að hann stjórni heiminum? Eg er hræddur
um að erfitt muni reynast að skilja Snorra og samtíð hans ef við gefum okkur
alltaf að það sé „skynsamlegra“ að skýra viðburði án þess að taka tillit til þess sem
menn trúðu þá á. Því eiga hugtök eins og „rationalism“ ekki við þegar rætt er um
afstöðu miðaldasagnaritara til hins yfirnáttúrlega. Margt var rökrétt þá sem ekki
er það lengur eftir að uppgötvanir í vísindum hafa breytt heimsmyndinni og
raunar má deila um hvort margt af því sem menn trúa nú sé nokkuð skynsamara
en meyfæðingin og upprisan. Hugtök eins og „rationalismi“ sem eins konar
andstaða við trú á Guð, djöfla og skessur verða því Bagge fjötur um fót í viðleitni
hans við að nálgast Snorra út frá samtíma hans.
Lokakafli bókarinnar (232-47) fjallar um Snorra í evrópsku samhengi og er
vissulega tímabært að líta á norræna sagnaritun sem hluta af evrópskri menningu.
Raunar hefur það verið gert um langt skeið en bók Bagge er þar vissulega skerfur
og umfjöllun hans er talsvert stökk frá viðhorfum manna, eins og Koht og
Sandvik. Bagge leggur áherslu á sérstöðu íslensks samfélags í Evrópu. Hann ber
ísland og Noreg saman við Ítalíu og sér þar samsvaranir. En sem kunnugt er varð
Ítalía síðar vagga endurreisnarinnar. Hér er Bagge vissulega á hálum ís og er
meðvitaður um það (245). Ljóst er þó að margt er líkt með íslenskum og ítölskum
bókmenntum, t.d. frjósemi ritunar á þjóðtungu. Bagge rekur það til svipaðra
þjóðfélagsaðstæðna:
„This kind of milieu was more likely to produce a humanistic and rhetorical culture
than the European clerical milieu. To the men who formed the elites of such societies,
short-term aims were more important than eternal truth. To convince was more
important than to prove. The main interest of the leaders ofsociety and of the „literary
public“ in general was in human events and political activity, and it might even be the
explicit purpose of literature to teach men how to behave in society.“ (246-7)
Hér er Bagge með athyglisverða athugun sem hlýtur að verða mjög til umræðu
næstu ár. En hún stendur og fellur með þeirri skoðun hans að í íslenska goðaveld-