Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 272
270
Umsagnir um bœkur
fræði. A hinn bóginn sýnir Bagge svo að ekki verður um villst að hér er
sagnfræðingur að verki í Heimskringlu. Eins og íslendingasögurnar á
Heimskringla sér sögulegan kjarna, sprottinn af áhuga á fortíðinni og sögunni.
En þrennt þarf að hafa í huga: a) ekki er hægt að meta eðli miðaldarita (sem
historia eða fabula) út frá því hversu vel þær nýtast nútímasagnfræðingum sem
heimildir um atburði síns tíma, b) fjöldi þess sem nú heitir „yfirnáttúrleg“ atvik,
en þá var eðlilegur þáttur heimsins, dugir ekki sem mælikvarði á hvort rit séu
meiri eða minni sagnfræði, c) öll sagnfræði miðalda hafði boðskap eða „móral“
og sá mórall var mikilvægari en hvort rétt var farið með smáatriði.
Höfundurinn
Diana Whaley segir langa sögu í einni setningu þegar hún segir að höfundurinn
hafi á miðöldum verið „less individual, more corporate“ en nú er (17). Þannig sé
óvíst hvort höfundur sé sá sem skrifar eða sá sem lætur skrifa. Að auki séu dæmi
um „ritnefndir“ að íslenskum miðaldaritum (eins og formáli Islendingabókar
sýnir). Spennandi er umfjöllun Whaley um hugsanlega „ráðgjafa“ Snorra, Styrmi
fróða, Sturlu Sighvatsson ogjafnvel Ólafhvítaskáld (18). Hér eráferðinni hugsun
sem er bæði fersk og roskin. Vissulega væri rannsóknum á íslenskum miðalda-
bókmenntum gagn að „dauða höfundarins“. Ef litið er á sagnarit miðalda sem
samstarfsverkefni er t.d. ekkert þvf til fyrirstöðu að Gissur Hallsson hafi ritað
Hungurvöku (og lesið upp úr henni við útför Þorláks helga) þó að hann hafi ekki
ritað formálann. Við höfum líka ástæðu til að ætla að Sturlunga sem heild sé verk
tveggja manna, Sturlu Þórðarsonar og Þórðar Narfasonar. Og hver veit hvaða þátt
ungu frændurnir, Sturla og Ólafur, hafa átt í verkum Snorra? Eða hvort Ólafur
hefur lesið yfir Eyrbyggju hjá Sturlu en hann Laxdælu Ólafs á móti!
Ekki gengur Whaley þó svona langt í umfjöllun sinni en niðurstaða hennar er
skýr: Það má kalla Snorra höfund Heimskringlu ef það er gert á annan hátt en að
kalla Halldór Laxness höfund Gerplu (19). Baggeer í raun ásvipuðu máli. Þannig
fjallar hann um afstöðu Snorra til rita eins og Morkinskinnu og Ólafs sögu Odds
(57-63). Því að um viðhorf Snorra er í raun ekkert hægt að fullyrða fyrr en greint
hefur verið hvað er hvurs. Það á einnig við um „boðskap“ sögunnar. Whaley er
sem fyrr snillingur í að segja heilar bækur í einni setningu, talar um „the difficulty,
even the futility, of trying to discover coherent points of view in Heimskringld‘
(Wh, 101). í rauninni er hér lýst sísífosarverki Sverre Bagge í bók sinni. Snorri er
háll sem áll og ómögulegt að ákvarða nákvæmlega hvert hann er að fara eða hvað
honum finnst. Þrátt fyrir að Bagge geti séð ákveðna afstöðu til sögunnar hjá Snorra
(201-8), hugmynd um þjóð og þjóðareiningu (109-110) og um persónuleika
(179-81) er sú tilfinning sem lesandi fær við lestur bókar hans að jafnvel Bagge,
með sín skýru, fræðilegu viðhorf og þekkingu á miðöldum og Heimskringlu, eigi
í mestu vandræðum með að festa hendur á viðhorfum Snorra Sturlusonar.