Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 273
Umsagnir um bœkur
271
Heimskringla ogsamfélagið
Annað samkenni bóka Whaley og Bagge er að þau vilja skoða Snorra í samhengi
við evrópskar miðaldabókmenntir. Þannig ber Whaley Heimskringlu að erlend-
um ritum 12. og 13. aldar og fmnur þar samsvaranir (128-35) en er mjög varorð.
Bagge setur á hinn bóginn fram athyglisverða kenningu um líkindi íslands og
Ítalíu, sem áður var getið (240—7). Það er enginn vafi á að tengsl íslenskra
miðaldabókmennta og þess samfélags sem skóp þær verða meginviðfangsefni
íslenskra fræða næstu áratugi. Þar þarf endurmat að fara fram og ekki síst þarf að
losna við þær andstæður sem íslenskir fræðimenn bjuggu til á tímum sjálfstæðis-
baráttu með tilheyrandi þjóðernishyggju. Þar á ég við andstæðurnar klerklegt -
höfðinglegt, hégiljur - skynsemi, trú — vantrú, ósjálfstæði - sjálfstæði, konungur
- lýðveldi.
Þessar andstæður eru svo rótgrónar í umræðu um íslensk fræði að þær laumast
alstaðar inn. Þannig telur Bagge hið bókmenntalega umhverfi, sem ísland og Ítalía
eiga sameiginlegt, andstæðu við „the European clerical milieu“ (246). A hinn
bóginn voru völd og áhrif byskupa og kirkju síst minni á Islandi en annarstaðar
og íslenskir sagnaritarar voru að öllum líkindum ýmist klerkar eða menntaðir af
klerkum, eins og Sverrir Tómasson hefur dregið skýrt fram í umfjöllun sinni um
menntun á Islandi á 12. og 13. öld (t.d. í Islenskri bókmenntasögu I). Viðhorf
klerka eru því ráðandi í íslenskum bókmenntum, þó að eðli ritanna hafi áhrif á
hve skýr þau séu. Þetta sést í viðhorfi konungasagna til konungsins. Bagge segir
um norsk sagnarit 12. aldar (með Theodricus munk í broddi fylkingar): „The
clerical point of view of these three works is expressed both in their ideology,
classifying the kings according to the Augustinian schema of the rex iustus and
rex iniquus, their frequent appeals to God’s intervention, and their concern with
the moral aspect of human acts.“ (16) Snorri aðhyllist aftur á móti hugmyndir
um konunga sem kalla mætti „charismatische Herrschaft“ (129-37) og komi það
meðal annars fram í því að dyggðir konunga séu metnar út frá hagnýtum
forsendum (146-61) fremur en siðferðislegum. Raunar slær Bagge hér varnagla
og viðurkennir að margir þættir þess sem hann kallar klerklega sýn á konunginn
finnist hjá Snorra.
Hér er vissulega erfitt að fullyrða hver er hver og hvað er hvað og hvað er ekki
hver. Það mun þó mála sannast að nær ógjörningur sé að greina milli lderklegs og
leiks viðhorfs til konunga í íslenskum miðaldabókmenntum. Konungurinn var
fulltrúi Guðs á jörðu, táknmynd hans og þá vald sitt frá honum. Um það ríkir að
mestu einhugur meðal þeirra sem sitja við skriftir á miðöldum, hvort sem þeir
eru klerkar eða ekki. Á hinn bóginn meta meira og minna allir sagnaritarar
konunga út frá hagsýnissjónarmiði. Sá konungur er góður sem nær árangri enda
vitnar sá árangur um velþóknun Guðs. Gæfa og gjörvileiki konungsins skipta
einnig máli, um það eru konungasögur tímans almennt sammála, og þó að Guð
hafi velþóknun á konungi, er það engin trygging um að honum muni farnast vel
í lífinu, það má alstaðar lesa þar sem fjallað er um Ólaf helga eða Knút helga. Nú
eru norrænar konungasögur sagnfræði en ekki rökfærslurit eða kennslubækur og