Skáldskaparmál - 01.01.1997, Page 274
272
Umsagnir um bakur
þess vegna eru viðhorf þeirra til konunga ævinlega „bak við textann“, þau svífa
yfir vötnum og koma fram eftir því sem hentar frásögninni. Þá skiptir engu máli
hvort í hlut á Theodoricus eða Snorri. Konungurinn er sá sem hann er hjá báðum.
A þeini er því bita munur en ekki fjár. Á hinn bóginn er enginn vafi á að bæði
vegna stærðar Heimskringlu og snilldar höfundarins er mynd Snorra af konung-
inum og eðli hans að mörgu leyti flóknari og yfirgripsmeiri en í eldri og styttri
ritum og það kemur vel fram í riti Sverre Bagge.
Þó að hér hafi eðli málsins samkvæmt fremur verið dvalið við það sem finna
má að þessum nýju ritum um Heimskringlu kastar það engri rýrð á gildi þeirra.
Bækur Diönu Whaley og Sverre Bagge eiga það sameiginlegt að vera skynsamlegar,
kreddulausar og nútímalegar. Þó að tilgangur þeirra sé ólíkur, fer vel á því að lesa
þær saman því að þær drepa á mörgum sömu vandamálum á skynsamlegan hátt,
þannig að forsendur eru allskýrar. Þessi rit eru því happafengur fyrir íslensk fræði
og vonandi að fersk umræða um Heimskringlu og eðli íslenskra sagnarita á
miðöldum haldi áfram.
Armann Jakobsson
Baldur Hafstað, Die Egils saga und ihr Verhaltnis zu anderen Werken des nordischen
Mittelalters. Dissertation zur Erlangung des Doktorgrades der Philosophie an der
Ludwig-Maximilians-Universitát in Miinchen, Rannsóknarstofnun Kennarahá-
skóla íslands, Reykjavík, 1995.
Höfundur kveðst í upphafi gefa sér sem leiðsögutilgátu að Snorri Sturluson hafi
verið höfundur Egils sögu, þótt ekki verði fyrir það synjað að hann hafi látið semja
hana samkvæmt sínum fyrirmælum; verður þá allt óvissara um þátt Snorra í
verkinu. En náin tengsl efnis og orðfæris Heimskringlu og Egils sögu, sem fyrri
fræðimenn hafa leitt í ljós og Baldur Hafstað hefur drjúgum bætt við í þessari
ritgerð, ættu að styðja þá tilgátu að þótt Snorri hafi ekki sjálfur haldið á pennanum,
þá hafi hann a.m.k. sagt fyrir hvað skrifa skyldi og með hverjum orðum. —
Athyglisverð er t.d. ábending um náinn svip með „sveinaleik“ í Ynglinga sögu
(34. kap.) og í Eglu (40. kap.).
Baldur hefur dregið mjög langa nót og safnað miklu efni til samanburðar við
Egils sögu; varpar mikið afþví nýju ljósi á ýmsar hliðar sögunnar. Með hefur flotið
margt smátt og um sumar ályktanir má deila.
Baldur leggur áherslu á að sagan sé í grundvallaratriðum höfuðlausnar- og
vináttusaga. 1 því sambandi vekur hann athygli á að Arinbjarnarkviða er skrifuð
á eftir sögunni í Möðruvallabók, standi þar eins og viti sem varpi ljósi yfir farinn
veg sögunnar. Þetta er góð hugmynd og vel að orði komist, en á aðeins við um
texta sögunnar í Möðruvallabók. Það kann að vera vinátta Arinbjarnar og Egils
myndi „snaran þátt“ sögunnar, en augljóst er að sagan er texti ofinn mörgum