Skáldskaparmál - 01.01.1997, Síða 275
Umsagnir um bœkur
273
þráðum (lat. textus: vefur, vefnaður). Einn þráður er sonarmissir, annar er vandi
og vegsemd skáldskaparíþróttarinnar, og þriðji kynni að vera stuðningur við veldi
Snorra í Borgarfirði. Hann var afkomandi Skallagríms, sem hafði numið mestallt
héraðið og gefið því nafnið Borgarfjörður. Auk þess er lýsingin undir sögulok á
veldi Tungu-Odds fyrir sunnan Hvítá um daga Þorsteins Egilssonar svipuð ríki
Snorra eftir að hann hafði sest að í Reykholti. Hér gæti verið um að ræða tilraun
til að réttlæta veldi Snorra með tilvísun til fordæmis.
Varla verður efað lengur að Heimskringla er fyrra rit en Egla, og er þá einnig
þess að gæta að höfundur Eglu hefur sögu þeirra feðga, Haralds hárfagra og Eiríks
blóðöxar og Hákonar hins góða Aðalsteinsfóstra og síðan Eiríkssona, ljóslega í
huga frá upphafi sögu sinnar. Þótt þeirra Kveldúlfsfeðga sé hvergi getið í
Heimskringlu er samband ritanna svo náið á köflum að unnt er jafnvel að leiðrétta
orðalag í Möðruvallabókar-texta Eglu með samanburði við Heimskringlu.
Egluhöfundur endursegir í stuttu máli frásögn Haralds sögu hárfagra í
Heimskringlu af þeim atburðum er Haraldur konungur barðist til landa í Noregi.
En hann leyfir sér að segja Harald konung setja Hróald jarl yfir Firðafylki, þótt
svo segi í sögu Haralds að hann fengi Hákoni jarli Grjótgarðssyni Firðafylki að
yfirsókn. Hróaldr var faðir Þóris hersis og (samkvæmt Eglu) Þóru, móður
Asgerðar konu Egils. Þeirra feðga Hróalds og Þóris hefur þegar verið getið í 2.
kap. Eglu, og er Hróaldr þar sagður jarl Auðbjarnar konungs yfir Firðafylki. I
Heimskringlu er Hróalds aðeins getið sem föður Þóris hersis, þar sem sagt er frá
fóstri Eiríks konungssonar hjá Þóri. Er auðsætt að jarlstign Hróalds í Eglu á að
staðfesta göfugt ætterni Ásgerðar (og Arinbjarnar), en um Ásgerði segir Egill á
Gulaþingi: „óðalborin ok lendborin í allar kynkvíslir, en tíginborin fram í ættir“.
Baldur tekur svo til orða á 24. bls.: „Die Egils saga handelt von dem Verháltnis
einer norwegisch-islándischen Bauernfamilie zu bestimmten norwegischen
Königen.“ Hér hefði átt að taka fram að ekki er um að ræða venjulega bóndafjöl-
skyldu; bóndinn er lendur maður og er Kveldúlfur kallaður hersir í vísu Skalla-
gríms í 27. kap., og svipuðu máli gegnir eftir flutninginn til Islands. Þess er að
vísu ekki getið berum orðum að þeir Egill eða Þorsteinn á Borg hafi verið
goðorðsmenn, en það er fyllilega gefið í skyn.
BH hefur gert sambandi höfuðlausnarsögu í Hallfreðar sögu og í Eglu góð skil,
þar sem fyrirmyndin er ótvírætt í Hallfr.s., þótt fleiri komi til eins og BH sýnir
fram á. Einnig hefði mátt minna á merkileg tengsl við Þinga sögu og Orkneyinga
sögu. Hann hefur með góðum rökum andmadt vissum gömlum hugmyndum
mínum, og er það þakkavert. A eg þar einkum við aldursröð Heimskringlu og Eglu.
Baldur er ekki hallur undir þá skoðun að hliðstæðar frásagnir Eglu og Orkney-
inga sögu (og fleiri sagna) séu runnar úr sameiginlegum munnmælasjóði (Melissa
Berman); verður fátt sagt um það efni með vissu, en þess er að gæta að frásagnir
Orkneyinga sögu hafa meiri veruleika svip en hliðstæðurnar í Eglu, enda hafa
sögupersónur hinnar fyrrnefndu verið miklu nær ritunartíma sinnar sögu.
BH hefur lagt áherslu á að leiða í ljós textatengsl sögunnar í ýmsar áttir