Gerðir kirkjuþings - 1996, Qupperneq 8
Kirkjuþing 1996
Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar hið 27. í röðinni hófst þriðjudaginn 15. okt. 1996 með
messu í Bústaðakirkju.
Sr. Karl Sigurbjömsson, flutti predikun og annaðist altarisþjónustu ásamt sr. Baldri
Kristjánssyni biskupsritara.
Söngvarar úr kór Bústaðakirkju leiddu söng, en organisti var Guðni Þ. Guðmundsson.
Að lokinni athöfn í kirkjunni var gengið í safnaðarsal kirkjunnar þar sem þingsetning fór fram
og fundir þingsins vom haldnir.
Setning kirkjuþings 15. október 1996
Forseti íslands, dr. Olafur Ragnar Grímsson, forsetafrú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir,
biskupar og biskupsfrúr. Kirkjuþingsmenn og góðir gestir.
Um leið og ég býð ykkur velkomin til setningar þessa 27. kirkjuþings hinnar íslensku
Þjóðkirkju, þakka ég stundina handan veggjar við messuna áðan. Ég þakka prédikun og aðra
þjónustu, orgelleik og söng með þátttöku allra þeirra, sem í kirkju gengu.
Ég hef fyrr haft orð á því, að eðlilegt er á stórum stundum að helja þær með lofsöng,
fyrirbæn og ákalli í kirkjum, en kirkjuþing risi ekki undir nafni, ef áhugi beindist
einvörðungu að þeim málum, sem bíða úrlausnar eða tillögum, sem fram verða fluttar. Er þó
hvoru tveggja hið nauðsynlegasta og vart hægt að tala um þing, sjáist ekki slíkur
málatilbúnaður. En það þing, sem þiggur orðið kirkja að formerki, ber engu að síður annað
yfirbragð en önnur tilefni veita á fundum manna.
Kirkjan er þó háð ýmsu því, sem mótar ytri ramma í viðfangsefnum fólks. Hún skipuleggur
starf sitt, sé af ábyrgð horft til framtíðar, hún á mikið undir þeim komið, sem kallaðir eru til
starfa, að ekki sé nú talað um forystu. Kirkjan er með öðrum orðum mannleg stofnun, sem
lýtur flestum þeim lögmálum, sem slíku fýlgir.
En hún er líka líkami Krists. Hún er stofnuð af frelsara manna og hefur fýrir því fyrirheiti
hans, að við séum ekki ein í þeirri viðleitni okkar að feta í fótspor hans. Á stórum degi
upphafsins hét hinn upprisni Drottin því, að hann yrði áfram nálægur í anda sínum og höfum
við að guðfræðilegum forsendum nefnt hann heilagan anda og sé hann einn þriggja
höfuðpersónanna í tjáningu guðdómsins. Það er fyrr köllun hans sem söfnuðir safnast um orð
og sakramenti. Það er í útfærslu þessarar hlýðni, sem einn réttir öðrum hjálparhönd og sé í
samferðafólki bróður og systur, sem hann ber nokkra ábyrgð á.
En þótt háleitt sé markmiðið og himnum tengt upphaf, þá nýtur kirkjan vitanlega ekki þeirra
forréttinda, sem guðlegð náð og nánd gæfi kannski tilefni til að vænta. Frá upphafi afskipta
Guðs af manninum hefur verið spenna í milli þess, sem fyrir er lagt og eftirfylgdarinnar.
Maðurinn hefur vitað af Guði, en samt talið sér fært að feta þá stigu, sem hann telur
ákjósanlegasta og eftirsóknarverðasta hverju sinni og þá ekki sjaldan snúið baki í Guð. Og
jafnvel hættulegra er það, þegar maðurinn megnar að sannfæra sjálfan sig um það, að atferli
hans sé í samræmi við köllun og trúarhlýðni, þótt því fylgi sár og sundrung.
5