Gerðir kirkjuþings - 1996, Blaðsíða 11
Einn hefur horfið af sviði, sá sem setti sterkan svip á störf kirkjuþings. Er það séra Þorbergur
Kristjánsson, sem andaðist 28. september s.l. Þorbergur var fæddur í Bolungarvík 4. apríl
1925 og þjónaði þar frá 1952 til 1971, að hann var kosinn prestur í hinu nýja
Digranesprestakalli í Kópavogi og þjónaði því, þar til aldursmörk réðu starfslokum. Séra
Þorbergur sat á kirkjuþingi fyrst 1964-1970 sem fulltrúi Vestfirðinga, en síðan
kirkjuþingsmaður Reykjavíkurprófastsdæmis frá 1976-1990. Séra Þorbergur var mikill og
kröftugur ræðumaður, hvort heldur var í prédikunarstóli í kirkjum eða á þingum og
mannfundum. Hann vandaði mál sitt og lagði vinnu í undirbúning. Vissi ég og fylgdist með
af nokkurri aðdáun, þegar hann notaði matarhlé frá fúndum til að skrifa ræður í málum. sem
skiptu hann miklu og flutti síðan af eldmóði bjargfastrar sannfæringar. Hann vann kirkju
sinni af samviskusemi og var einlægur í fylkingu hennar, kærleikur hans til Krists var
fölskvalaus og svo var hann auðmjúkur andspænis herra sínum, að hann vissi sig þurfa á náð
hans að halda og henni einni til að dagar mættu þannig líða fram, að gagn fylgdi.
Kirkjan og kirkjuþing þakkar séra Þorbergi Kristjánssyni störf hans og biður honum,
eiginkonu hans frú Elínu Þorgilsdóttur og bömum þeirra blessunar Guðs og heiðrar minningu
hans með því að rísa úr sætum.
Okkur er það mikil heiður og sönn ánægja að bjóða forsetahjónin velkomin á þetta
kirkjuþing, sem er vitanlega hið fyrsta eftir að þau fluttu að Bessastöðum. Sé ég í nærveru
þeirra hlýjan hug gagnvart kirkjunni og fúsleika til þess að veita henni í hinu háa embætti,
sem gegnt er. Ólafúr Ragnar er ekki ókunnur okkur, svo sterklega hefur hann komið inn í
þjóðmálaumræðuna, en ég hef fyrr sagt, að frú Guðrún Katrín var einstaklega ljúfur
samstarfsmaður á Suðurgötunni, meðan biskupstofa var þar. Fagna ég þeim og bið þeim
blessunar Guðs í störfum sínum og í fjölskyldulífi.
Herra Ólafur Ragnar tekur nú sæti frú Vigdísar Finnbogadóttur í þeirri stjómskipuðu nefnd,
sem hefur forystu með kirkjunefndinni að undirbúningi hátíðahaldanna vegna afmælis
kristnitökunnar árið 2000. Býð ég nýjan framkvæmdastjóra þessarar nefndar, Júlíus Hafstein
einnig velkominn til starfa og hingað á kirkjuþing. Hefur hann þegar sýnt fúsleika sinn til að
taka vel til hendi og þykir mér ekki óeðlilegt með hliðsjón af því, hverjir íjölluðu helst um
þetta mál á Alþingi árið 1000, að nú er stjómmálamaður enn kvaddur til.
Þá flyt ég kveðjur kirkjumálaráðherra, Þorsteins Pálssonar, sem er erlendis en mun ávarpa
kirkjuþing á þriðjudaginn kemur.
Verið velkomin til starfa. Hvíli Guðs blessun yfir verkum okkar og kirkju sinni hér á landi
okkar. Hann vaki yfir byggð og landi og bægi frá böli hverju.
Kirkjuþing 1996 er sett.
Nú tekur forseti Islands, dr. Ólafur Ragnar Grímsson til máls.
Ávarp forseta íslands, dr. Ólafs Ragnars Grímssonar,
við setningu Kirkjuþings 15. október 1996
Biskup íslands. Virðulegir þingfulltrúar.
Þegar forseti Islands ávarpar kirkjuþing felast í þeirri athöfn þakkir íyrir þjónustu kirkjunnar
við Guðs vors lands og virðing íyrir hlut íslenskrar kirkju í baráttu þjóðarinnar fyrir
sjálfstæði og framförum.
Kirkjan var um aldir musteri íslenskrar tungu og athvarf landsmanna í erfiðri glímu við
óblíða náttúru, fátækt og harðræði.
8