Gerðir kirkjuþings - 1996, Síða 19
1996
21. KIRKJUÞING
1. mál
4. mál um betri þjónustu við íslendinga erlendis.
Strax að loknu kirkjuþingi 1995 ræddi biskup við utanríkisráðherra og kynnti honum
samþykkt kirkjuþings. Ráðherra tók málinu vel og sagðist þekkja til þessara óska
íslendinga erlendis og einnig vita um dýrmæta þjónustu þeirra þriggja presta
íslenskra, sem starfa erlendis. Hann taldi aftur á móti vandkvæði á því að fjármagna
þessa stöðu. Biskup, ráðherra og biskupsritari ræddu þessi mál þó frekar og leituðust
við að gera sér grein fyrir því, hvemig unnt væri að sinna þessari þjónustu.
Lá málið síðan niðri í vetur utan hvað það var kynnt fjárlaganefnd á fundi
starfsmanna biskupsstofu með nefndinni. En í vor kom það til umræðu á fundi
biskups með forsætisráðherra. Var það einn þáttur í þeirri viðleitni að leysa hið
vandasama mál í Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra að bjóða
sóknarprestinum að ganga til þessarar þjónustu, en hann hafði látið í ljósi áhuga sinn á
því starfi. Forsætisráðherra tók undir þörfina fyrir þessa þjónustu og einnig
nauðsynina á að koma á friði í Langholtskirkju. I framhaldi þessa samtals við
forsætisráðherra reifaði biskup síðan málið enn á ný við kirkjumálaráðherra, sem lýsti
yfir stuðningi sínum.
Snurða hljóp þó á þráðinn í vor, en málið var tekið upp á nýjan leik í haust og
fjárveiting til stöðunnar var veitt 24. sept. með einnar milljón króna ffamlagi á þessu
ári og tillögu um fimm milljón króna fjárveitingu á fjárlögum næsta árs.
Séra Flóki Kristinsson hefur verið ráðinn til að vinna að þessu verkefni í eitt
ár. Síðan er fýrirhugað að auglýsa stöðuna. Honum er sett erindisbréf, og mun hann
hafa búsetu til að byrja með hér heima, en á ferðum sínum til meginlandsins ræða við
íslendinga og undirbúa og hefja þjónustuna. Hún verður fólgin í guðsþjónustuhaldi
og stuðningi við fjölskyldumar með fermingarfræðslu og bamastarfi.
Kirkjuleg þjónusta á vegum Þjóðkirkju íslands erlendis hefur verið einstaklega
vel þegin og mikils metin. í Gautaborg var kallað eftir presti vegna þess, að gerður
hafði verið samningur milli íslenska ríkisins og Sahlgrenska sjúkrahússins um
líffæraflutninga. Nú er þessi samningur í endurskoðun og því óvíst um áframhaldandi
hlutdeild Tryggingarstofnunar ríkisins í launagreiðslum til íslenska prestsins. En
forystumenn safnaðarins hafa þegar rætt við sænsku kirkjuna vegna þessa máls og
leitað er leiða til þess, að þessi þjónusta íslensk prests geti haldið áffam. Hefur sænska
kirkjan tekið málaleitaninni mjög vel og af miklum skilningi og er reiðubúin til þess
að rétta hjálparhönd í þessu þýðingarmikla máli.
Hið sama má segja um söfhuðinn í Oslo, sem hefur verið í sambandi við
norsku kirkjuna um viðurkenningu hennar á söfnuðinum og væri þá hugsanlegt, að í
Osló starfaði íslenskur prestur innan norsku þjóðkirkjunnar og þjónaði löndum þar og
annars staðar í Noregi.
Sýna þessi viðbrögð hinna ungu safnaða í Gautaborg og Osló, hversu vel því
var fagnað, er íslenskir prestar héldu þangað til að veita kirkjulega þjónustu. A hið
sama við um þjónustu íslensku prestanna í Kaupmannahöfn og London. Og er í því
enginn dómur felldur um kirkjur viðkomandi landa eða þjónustu þeirra, heldur kemur
þetta sem viðbót við kristnihald og kirkjulíf.
5. mál um helgidagafrið.
Samþykkt kirkjuþings var send ráðuneytinu og þeirri nefnd, sem undirbjó ffumvarpið.
16