Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 21
1996
27. KIRKJUÞING
1. mál
málum áfram á þeim vettvangi. Hann hefnr lagt ffam skýrslu sína í bréfi til allra
kirkjuþingsmanna og kemur þar glögglega fram umfang og starfsins og þýðing þess.
Einnig ræddi kirkjuráð um nauðsyn þess að undirbúin sé messuskrá á erlendum
tungumálum eða staðfært sé ritual frá heimalöndum þessa fólks.
15. mál um útgáfu sálmabókar.
Kirkjuráð hefur ítrekað fjallað um þetta þýðingarmikla mál og fengið áhugafólk til
umræðu um það. Skýrsla nefndar um sálma fýlgir hér með og verður rædd og gerð
frekari grein fýrir stöðunni í nefndarálitinu.
16. mál um kristniboð.
Kirkjuráð skipaði séra Kjartan Jónsson, Höllu Jónsdóttur og Jónas Þórisson í nefnd til
þess að vinna að framkvæmd á samþykkt kirkjuþings og koma með frekari tillögur.
Skýrsla nefndarinnar fýlgir.
17. og 18. mál um skilvirkni á þjónustu Þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð ræddi þessi mál við fhlltrúa Stjómunarfélags íslands og sömuleiðis við
fulltrúa viðskiptafræðideildar, sem hefur unnið að svipaðri könnun fýrir Hjallasókn í
Kópavogi. Ekki tókst þó að hrinda verkinu af stað.
Séra Axel Ámason kom síðan á fund biskups með fulltrúa frá Hagvangi og ræddi um
möguleikann á því að slík könnun ætti sér stað í Stóra Núpsprestakalli. Kirkjuráð
samþykkti að greiða hluta kostnaðarins og leitaðist við að fá prestakall í
Reykjavíkurprófastsdæmum sem fulltrúa þéttbýlisins. Málið hefur verið kannað og
skoðað en framkvæmdir eru ekki hafnar.
Einn kirkjuráðsmaður taldi, að það færi vel á því, að prófastar gæfu skýrslu um þetta
atriði á prófastafundi eða skriflega til biskups, þar sem þeir fjölluðu um sín
prófastsdæmi.
Þá er einnig eðlilegt, að vakin sé á ný athygli á merkilegri könnun frá 1993 á
vegum Guðfræðistofnunar með styrk úr kristnisjóði sbr. samþykkt Kirkjuþings frá
1990 um safnaðaruppbyggingu og guðfræði safnaða. Unnu þeir prófessoramir dr.
Bjöm Bjömsson og dr. Pétur Pétursson að þessu verki. Vom valin fjögur prestaköll,
eitt hér í Reykjavík, annað í bæ annars staðar á landinu og tvö í sveit til að kanna
viðhorf fólks til kirkju og safnaðar ásamt ýmissa þeirra mála, sem upp kunna að koma
í kirkju og safnaðarstarfi.
Þeir Bjöm og Pétur hafa nú unnið þessa skýrslu á ný og fýlgja nokkrir þættir
hennar hér með sem fýlgiskjöl. Em viðhorf fólks könnuð til margra þeirra mála, sem
hvað hæst hefur borið nýlega og em reyndar sjaldan fjarri, þegar rætt er um kirkjuna,
presta hennar, valddreifingu og tengsl við ríkið.
19. mál um safnaðarstarf meðal fólks á besta aldri.
Málinu var vísað til fræðsludeildar og fýlgir skýrsla um það.
21. mál aðstoðarprestur til Isafjarðar.
Biskup lagði málið fyrir fjárlaganefnd og hlaut einnig stuðning kirkjumálaráðherra.
Var veitt fé til þessarar þjónustu og ráðinn prestur til starfans. Nú er því miður ekki
gert ráð fýrir launum aðstoðarprests í fjárlagafrumvarpinu og verður því enn að fara
af stað til að leita effir stuðningi í fjárlaganefhd.
18