Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 22
1996
27. KIRKJUÞING
1. mál
22. um unglingadrykkju.
Félagsmálaráðherra og Stórstúku Islands var send samþykkt kirkjuþings.
23. mál um starfsheiti organista.
Málinu vísað til þeirrar nefndar, sem fjallar um stöðu, stjóm og starfshætti
Þjóðkirkjunnar.
25. mál um Ljósavatnskirkju.
Biskup hefur tekið málið upp í kristnihátíðamefnd og vom gerðar tillögur um það.
Biskup kynnti málið einnig á samráðsfundi Alþingis og Þjóðkirkjunnar og leitaði effir
stuðningi.
26. mál um starfsmannastefnu.
Nefnd, sem skipuð var í málið, gefur skýrslu á yfirstandandi þingi.
Samstarfsnefnd Alþingis og Þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð hefur fundað með fulltrúum Alþingis, en biskup og forseti þingsins skiptast
á um að veita nefndinni forystu sitt árið hvor. Nú vill svo ánægjulega til, að allir
þingflokkamir tilnefndu formenn sína til setu í nefndinni. Sýnir það aukna virðingu
þessarar nefhdar og vægi þessa samstarfs að mati forseta Alþingis.
Kynnt vom mál, sem kirkjuþing fjallaði um og að auki erfið staða kirkjugarða.
Þá hefur verið fjallað um Ljósavatnskirkju, aðstoðarprestsstöðu á Isafirði og þjónustu
við Islendinga erlendis. Almennar umræður hafa einnig verið mjög ánægjulegar og
áhugaverðar..
Frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Umdeilt frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var samþykkt á Alþingi
í vor. Em hvað mestar breytingamar í sambandi við niðurfellingu á æviráðningu. í
því sambandi samþykkti kirkjuráð svohljóðandi ályktun:
“Varðandi frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, tekur
kirkjuráð hinnar íslensku Þjóðkirkju eftirfarandi ffarn: Kirkjuráð mótmælir því, að
breyting sé gerð á eðli embættanna í kirkjunni án samráðs við kirkjuna. Embætti
kirkjunnar em skilgreind á guðfræðilegum forsendum og falla því með greinilegum
hætti undir innri mál hennar.
Kirkjuþing hefur samþykkt ffumvarp um stöðu, stjóm og starfshætti Þjóðkirkjunnar.
Frumvarpið hefur verið sent kirkjumálaráðherra, sem hefúr kynnt það í ríkisstjóminni.
Kirkjuráð telur eðlilegt, að breytingar sem snerta kirkjuskipanina verði ræddar í
samhengi þess ffumvarps. Kirkjuráð treystir hinu háa Alþingi til þess að hrapa ekki
að neinum vanhugsuðum breytingum í þessum efnum”. (Sþ. á fundi 210596).
Vonandi verða gerðar breytingar á ffumvarpinu, hvað þetta varðar í boðuðum
“bandormi” ríkisstjómarinnar síðar á yfirstandandi þingi.
En í viðbót við það, sem að framan er greint um niðurfellingu á æviráðningu
þá gildi sú meginregla, að embættismenn - en það em samkvæmt lögunum í þessu
sambandi biskup Islands, vígslubiskupar, prófastar og prestar Þjóðkirkjunnar- skuli
hér eftir ekki skipaðir ótímabundið, heldur sé miðað við fimm ár í senn. Og í
ffamhaldi þess gera lögin ráð fyrir því, að maður sem hefur gegnt embætti tímabundið
19