Gerðir kirkjuþings - 1996, Blaðsíða 23
1996
27. KIRKJUÞING
1. mál
skuli fá að vita það í tæka tíð, hvort ætlunin er að auglýsa embættið að nýju. Sé
honum ekki tilkynnt um þá fyrirætlan, framlengist skipunartími hans í embætti um
fimm ár. Þessu ákvæði er ætlað að stuðla að stöðugleika í röðum embættismanna.
segir í greinargerðinni með lögunum
Fleiri breytingar er þama að finna, eins og t.d. að eigi að veita embættismanni
lausn ffá starfi um stundarsakir fýrir meintar misfellur í starfi er ekki skylt að veita
honum áminningu, áður en lausn er veitt og er það gagnstætt því, sem kveðið er á um í
eldri lögum. Hins vegar er honum gefmn kostur á því að tjá sig, ef unnt er að koma
því við, áður en lausn er veitt.
Sé embættismanni veitt lausn frá starfi um stundarsakir fyrir meintar misfellur
í starfi, skal mál hans rannsakað af nefnd sérfróðra manna, svo að upplýst verði, hvort
rétt sé að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka við embætti sínu að nýju. En
alltaf er mögulegt að vísa máli til rannsóknar eins og eldri lög mæltu fyrir um.
Hvað launamál embættismanna viðkemur, er nú hætt að greiða laun fýrirfram
samkvæmt lögum þessum, og skulu fost laim greidd eftir á fyrsta virka dag hvers
mánaðar. Með hugtakinu “föst laun” er átt við dagvinnulaun án viðbótarlauna. Og
fellt er niður ákvæði eldri laga um laun vegna annarra starfa eins og tíðkast hefur t.d.
með presta, sem sinna aukaþjónustu í nágrannaprestakalli og hafa þegið hálf
byrjunarlaun fýrir. Var kveðið svo á í eldri lögum, að gegndi starfsmaður öðru starfi
samhliða sínu eigin, fengi hann hálf laun og aukatekjur allar. Nú þarf forstöðumaður
að skilgreina, hve stórt starfshlutfall aukaþjónustan er og greitt verði í samræmi við
það. En ekki er lengur bundið við það, að einungis séu greidd hálf laun. Getur
starfshlutfallið því verið hvort heldur lægra eða hærra.
Vert er að vekja athygli kirkjuþings á því, að skv. lögum nr. 62/1990 um
prestaköll, prófastsdæmi og starfsmenn Þjóðkirkjunnar skulu sérþjónustuprestar vera
ráðnir til starfa með ráðningarsamningi og eru því ekki embættismenn skv.
skilgreiningu starfsmannalaganna nýju. Eigi þessir prestar að njóta sömu réttinda og
sóknarprestar þarf því að kveða á um það í lögum. Ber kirkjuþingi því, sem nú situr
að taka á þessu máli, en það hefur verið mikið baráttumál, að sérþjónustuprestar njóti
sömu réttinda og sóknarprestar, t.d. vegna kosninga innan kirkjunnar. Væri
hugsanlega hægt að fá ákvæði þar að lútandi inn í fyrmefndan “bandorm”. Er
kirkjuþing hvatt til þess að taka á þessu máli og koma með tillögu í því.
Fjármál heimilanna.
Kirkjuráð fýlgdist með og studdi stofnun ráðgjafarþjónustu um fjármál heimilanna og
er Þjóðkirkjan aðili að þessu máli, sem er samstarfsverkefhi félagsmálaráðuneytisins,
ljármálastofnana (banka) og launþegasamtaka auk Þjóðkirkjunnar. Hvatti kirkjuráð
til samstarfs milli þessarar nýju stofnunar og fjölskylduþjónustu kirkjunnar. I þriggja
manna stjóm stofhunarinnar er séra Vigfus Þór Amason.
Dómkirkjan tvö hundruð ára.
Kirkjuráð hefur fylgst með undirbúningi að hátíðahöldum vegna tvö hundruð ára
afmælis Dómkirkjunnar í Reykjavík. Samþykkti það svohljóðandi tillögu vegna
beiðni sóknamefndar um að breyta bekkjaskipan, sem hafði verið hafnað af
húsaff iðunamefhd:
“Þegar hugað er að endurbótum á Dómkirkjunni verður að gæta þess að raska sem
minnst stíl og útliti þessarar merku byggingar. Hins vegar verður að hafa það hugast,
að Dómkirkjan er hús, sem þjónar lifandi söfnuði og verður sem slík að standast
20