Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 31
innan tíðar.
3. Útgáfa boðunarefnis fyrir æskulýðsstarf. í haust komu út hugvekjur fyrir
æskulýðsstarf, byggðar á Markúsarguðspjalli. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir samdi efnið. Nefnd fyrir 10-12 ára starf hefur verið endurvakin
og vinnur að undirbúningi leiðtogaþjálfunar. Ennfremur er komið út efni
fyrir 10-12 ára starf eftir Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur er ber heitið „Bók
bókanna I, Boðunarefni fyrir eldri böm."
4. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.
Fermingarkver og nýjar kennsluleiðbeiningar
Verkefni og kennsluleiðbeiningar fyrir kverið Samferða kom út haustið 1995.
Fermingarstarfanefnd vinnur nú að ítarlegri námskrá sem væntanlega verður
lögð fyrir kirkjuþing að ári. Auk þess er í undirbúningi málþing um guðfræði
fermingarinnar.
Útgáfa fræðsluefnis handa fermingarbörnum er sístætt verkefni. Stöðugt þarf að
vinna að þróun nýs efnis og jafnan þurfa að vera í boði fleiri en eitt kver og
verkefni af fjölbreyttu tagi.
Halla Jónsdóttip deildarstjóri, hefur tekið þátt í vinnslu handbókar fyrir
fermingarfræðara á vegum Lútherska heimssambandsins.
Þróun boðmiðlunar er ör í samtímanum og því ber nauðsyn til að huga að
nýjum sóknarfærum í fermingarfræðslu. Margmiðlunarefni þarf að hanna, þar
sem leik og lærdómi er blandað saman. Fræðsludeildin kannar nú möguleikana
á gerð slíks efnis.
Ýmis námskeið
Söfnuðurinn er grunneining kirkjunnar. Sóknarskipulagið á að tryggja
sérhverju sóknarbarni aðgang að helgum tíðum, sakramentum og fræðslu. Öll
fræðsla kirkjunnar er í eðli sínu skírnarfræðsla sem spannar allt lífið frá vöggu
til grafar. Leikmannaskóli kirkjunnar höfðar einkum til fullorðins fólks. Þar eru
jafnan í boði námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar svo og námskeið
um ýmis málefni sem ætlað er að höfði til samtíðarinnar. Námskeiðin hafa
verið vel sótt undanfarin ár. Stefnt er að því að Leikmannaskólinn verði
starfræktur á Akureyri veturinn 1997-98 með kennurum af Norðurlandi,
guðfræðingum og öðrum fræðimönnum. Fræðsludeild kirkjunnar hefur
stuðlað að útbreiðslu námskeiða fyrir fólk á „besta aldri" og má í því sambandi
nefna eftirtalin námskeið: Lifandi steinar, Bænin og Konur eru konum bestar.
Haldin hafa verið hjónanámskeið, námskeið um heimsóknarþjónustu, sorg og
sorgarviðbrögð, leikmannastarf, öldrunarstarf og námskeið fyrir kennara og
foreldra um kristið uppeldi.
Fræðsludeildin hefur ennfremur fengið presta og aðra fræðara til þess að gera
tilraunir með námskeið úr bandarískri röð er nefnist Serendipity. Námskeið
þessi eru ætluð hópum og fjalla um ýmis mál er varða fjölskylduna, samskipti
fólks, glímuna við streitu, breytingar í lífinu, sorgina, tilvistarspurningar o.fl.
Þá má geta þess að á vegum Fræðsludeildar er unnið að gerð upplýsingarits um
fræðslutilboð sem ætlað er söfnuðum. Gert er ráð fyrir að söfnuðir setji sér það
markmið að hafa jafnan í boði fræðslu fyrir sóknarbörn, bæði haust og vor.
Áætlað er að ritið komi út um næstu áramót.
28