Gerðir kirkjuþings - 1996, Síða 49
FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR
Klapparstígur 25-27 5. hæð 101 Reykjavík
sálfræðingi, lögfræðingi). í Noregi sinnir Fjölskylduráðgjöf kirkjunnar þessu meðal
annarra verkefna, um land allt.
Allt of mörg börn líða fyrir það að foreldrar sem eru að skilja hafa ekki hugað
nægjanlega vel að sínu hlutverki því hvað sem líður sambúð þeirra fullorðnu verða
þau alltaf foreldrar barna sinna. Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur, hér hjá okkur
hefur nýlega skrifað rit um börn og skilnað sem komið er út á vegum Uppa
útgáfufélagsins sem gefur út tímaritið Uppeldi.
Starfsfólk
Um næstu áramót hættir Ingibjörg Pála Jónsdóttir, félagsráðgjafi, störfum hérvegna
aldurs. Það var ómetanlegt fyrir okkur að fá hana hingað til starfa ekki hvað síst á
fyrstu árum okkar. Hún hefur áratuga reynslu á þessu sviði og vann lengst af hjá
Landspítalanum síðast sem yfirfélagsráðgjafi. Hún er vel að sér í þessum fræðum,
afskaplega vandvirk, samviskusöm og nákvæm, og þægileg í samstarfi á alla máta.
Það verður skarð fyrir skildi þegar hún kveður okkur.
í sumar auglýstum við eftir starfsmanni í hennar stað. Alls bárust 10 formlegar
umsóknir. Ráðin var Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi, starfsmaður á
Barnaverndarstofu. Hún er 46 ára gömul, menntuð í Noregi og hefur víðtæka
reynslu af barnaverndarmálum, unglingastarfi, og fjölskylduviðtölum, auk þess sem
hún hefur handleiðslunám að baki og hefur unnið við það á undanförnum árum. Þá
hefur hún talsvert sinnt fræðslu um fjölskyldumál. Það verður mikill fengur að fá
hana hingað en hún fyllir skarð Ingibjargar til að byrja með og verður í hlutastarfi.
Við eigum þá einlægum von í brjósti að geta bætt við starfsmanni og hefðum viljað
ráða fleiri af þeim mörgum góðu umsækjendum sem leituðu eftir vinnu hér.
Vel mætti hugsa sér að hér opnaðist hlutastaða fyrir nema, hvort heldur það væru
guðfræðingar í starfsþjálfun, prestar er vilja auka við kunnáttu sína og reynslu í
sálgæsluviðtölum og fjölskylduvinnu eða aðrir starfsmenn kirkjunnar. Við höfum
góðar aðstæður og velmenntað starfsfólk til að bæta við okkur því þjálfunarverkefni
sem við teljum afar nauðsynlegt að yrði hér til staðar um ókomna framtíð. Við
munum taka þátt í umræðum um nýja skipan starfsþjálfunar fyrir guðfræðinga sem
hafa fram að þessu komið hingað og átt stutta viðkomu og bera þar fram þessa
hugmynd okkar.
Niðurlaasorð
Fjárhagur stofnunarinnar leyfir ekki að ráða fleira starfsfólk og eins og áður hefur
komið fram blæs ekki byrlega nú um stundir í þeim efnum. Enn verðum við að
ganga í varasjóð okkar og er hann nú svo gott sem uppurinn. Það þykir ekki góður
búskapur að eiga engan aukaforða til að grípa í þegar harðnar á dalnum.
23.9.1996
46