Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 58
Skýrsla djáknanefndar til Kirkjuþings 1996
Tveir nemendur luku djáknanámi frá Háskóla íslands í júní síðast -
liðnum. Nanna Guðrún Zoega lauk 90 eininga námi og Margrét
Jóhannsdóttir 30 eininga námi.
Nú stunda 20 nemendur djáknanám við guðfræðideild Háskóla Islands.
Væntanlega munu tveir útskrifast nú í október, sex í febrúar 1997 og
einn í júní 1997.
Starfsþjálfun hófst í annað sinn veturinn 1995-96 og sóttu hana 14
nemendur. Seinni hluti starfsþjálfunarinnar hófst nú í haust. Alls taka níu þátt
í henni. Einn hefur þegar lokið þessum þætti en hún, Sigrún Gísladóttir, fékk
að taka starfsþjálfun í Osló frá 12. ágúst til 6. september. Sigrún hefur verið
framkvæmdastjóri Ellimálaráðs Reykjavfkurprófastsdæma í mörg ár og
þekkir allt starf safnaða þeirra því vel. Hinir átta nemendurnir eru í
mismunandi kirkjum sem hér segir: ^
Dómkirkjan, leiðbeinandi sr. Jakob Ág. Hjálmarsson: Guðrún
Eggertsdóttir BA nemi og Hrafnhildur Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur.
Hallgrímskirkja, leiðb. sr. Karl Sigurbjömsson: Svala S. Thompsen BA
nemi (sjúkraliði) og Guðrún Elísabet Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Háteigskirkja, leiðb. sr. Tómas Sveinsson: Margrét Jóhannesdóttir
hjúkrunarfræðingur og Halldór Elías Guðmundsson BA nemi.
Fríkirkjan í Hafnaifirði og Víðistaðakirkja, leiðb: Sigríður
Valdimarsdóttir djákni og Brynhildur Sigurðardóttir djákni: Valgerður
Hjartardóttir hjúkrunarfræðingur og Ragnhildur Ásgeirsdóttir kennari.
Djáknar koma nú inn sem leiðbeinendur og er nemendum gefinn kostur á
að fara til þriggja annarra djákna til að kynna sér störf þeirra, það eru
Kristín Bögeskov með heimsóknarþjónustu í Nessókn, Rósa
Kristjánsdóttir og Valgerður Valgarðsdóttir með starf á
sjúkrahúsum.
Djáknanefndin hefur rætt mikið um atvinnumöguleika verðandi
djákna. Nefndin hefur boðið kynningu á störfum djákna. Send voru út
bréf til allra sóknarpresta, sóknamefnda og héraðsnefnda í maí í vor.
Buðust nefndarmenn til að koma í heimsókn og kynna djáknastarfið. I
byrjun september ítekaði nefndin erindi sitt og sendi próföstum tilboð um
að mæta á héraðsfundum. Oskað hefur verið eftir einni kynningu á
héraðsfundi, í Reykjavíkurprófastsdæmi -Vestra. Þá hefur
Barðastrandaprófastsdæmi óskað eftir námskeiði um kærleiksþjónustu.
Það er von nefndarinnar að fleiri vilji kynna sér hvað felst í störfum
djákna.
Reykjavík 7. október 1996
Virðingarfyllst,