Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 101
1996
27. KIRKJUÞING
2. mál
Vísað til íjárhagsnefhdar (frsm. Helgi K. Hjálmsson.)
Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt svohljóðandi:
1. Ársreikningur Kristnisjóðs fyrir árið 1995 og fjárhagsáætlun ársins 1997.
Reikningurinn er áritaður af stjóm og endurskoðendum. Frágangur er góður.
Á árinu 1995 námu tekjur umfram gjöld af rekstri kristnisjóðs skv. rekstrarreikningi
19,1 milljón króna. Tekjur hækkuðu um 16,7 milljónir króna eða 64,2%. Gjöld lækkuðu
um 12,6 milljónir króna eða um 38,2%. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi nam 97,1
milljón króna í árslok 1995, sem er 21,7 milljóna króna lækkun frá árinu á undan. Stynk-
veitingar úr sjóðnum námu 12,7 milljón króna.
Fjárhagsnefnd leggur til að reikningur Kristnisjóðs 1995 og fjárhagsáætlun 1997 verði
samþykkt.
2. Ársreikningur Jöfnunarsjóðs sókna fyrir árið 1995.
Reikningur er áritaður af stjóm og endurskoðendum. Frágangur reiknings er góður.
Á árinu 1995 námu gjöld umfram tekjur hjá jöfhunarsjóði sókna skv. rekstrarreikningi
4,9 milljónum króna. Tekjur hækkuðu um 3,4 milljónir króna eða um 2,4%. Gjöld
hækkuðu um 0,2 milljónir króna eða um 7,8%. Veittir styrkir hækkuðu um 10,1
milljónir króna eða um 7,3%. Eigið fé samkvæmt rekstrarreikningi er neikvætt um 12,8
milljón krónur og hefur það lækkað um 5,2 milljónir króna frá árinu á undan. Styrk-
veitingar námu samtals 148,8 milljónum króna og þar af 19 milljónir króna til Skálholts,
sem er um 13% af tekjum sjóðsins.
Fjárhagsnefnd leggur til að reikningur Jöfnunarsjóðs sókna 1995 verði samþykktur.
3. Ársreikningur Kirkjumálasjóðs fyrir árið 1995.
Á árinu 1995 námu gjöld umffarn tekjur af rekstri kirkjumálasjóðs samkvæmt rekstrar-
reikningi 2, 087 þúsundum króna. Rekstrartekjur námu 91,714 þúsundum króna, þar af
var hluti sjóðsins í sóknargjöldum 89,422 þúsund krónur. Rekstrargjöld námu 94,976
þúsund krónum, þar af nam framlag í prestssetrasjóð 53,845 þúsund krónum.
Fjárhagsnefhd leggur til að reikningur Kirkjumálasjóðs 1995 verði samþykktur.
4. Reikningar eftirfarandi stofnana og sjóða voru lagðir fram og skoðaðir:
A) Kirkjugarðasjóður, ársreikningur 1995.
Reikningurinn er áritaður af stjóm og ríkisendurskoðun. Á árinu 1995 námu gjöld
umfram tekjur hjá kirkjugarðasjóði skv. rekstrarreikningi 5, milljónum króna. Rekstrar-
tekjur lækkuðu um 1,8 milljónir króna eða um 5,7%. Rekstrargjöld hækkuðu um 2,4
milljónir króna eða um 6,5%. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi nam 80,5
milljónum króna sem er 2,4 milljóna króna lækkun frá árinu á undan. Samþykktar styrk-
veitingar á árinu 1995 námu 31,9 milljónum króna.
98