Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 106
1996
27. KIRKJUÞING
3. mál
TILL AGA
til þingsályktunar um breytingu á lögum um kirkjugarða,
greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og reglugerð frá 7. jan. 1994..
Flm. Helgi K. Hjálmsson
Frsm. Helgi K. Hjálmsson.
Kirkjuþing 1996 felur Kirkjuráði að láta endurskoða ákvæði í lögum nr. 36/1993 um
kirkjugarða, greffrun og líkbrennslu, sérstaklega 4. grein, og einnig ákvæði í reglugerð
um greiðslu útfararkostnaðar og fl. ffá 7. jan. 1994 2. grein. Lögum og reglugerð verði
breytt þannig að við endurskoðun sé þess gætt að kostnaður sé jafnan greiddur af
þeim kirkjugarðssjóði, þar sem hinn látni átti lögheimili eða af þeim aðiljum, sem
óska eftir legstæði fyrir ástvin utan sinnar sóknar og jafnframt að kirkjugarðsstjómir
geti haft hönd í bagga með greftrun.
Greinargerð:
Borið hefur á því að aukinn kostnaður leggst á kirkjugarðssjóði vegna sívaxandi óska
utan sóknarfólks um legstæði, þar sem það nýtir sér ákvæði í lögum um frjálsan rétt til
hvílu í þeim kirkjugarði, sem viðkomandi kýs eða hans nánustu. Hefur jafnvel borið á
því að einstaka kirkjugarðar hafa komist í tísku, sem hefur valdið viðkomandi
kirkjugarðsstjómum verulegum vandræðum, bæði fjárhagslegum svo og ekki síst
staðarlegum, þar sem stærð og staður setur skorður fyrir fjölda legstæða.
Það er skoðun ýmissa að að ákvæði laga og reglugerðar um rétt til legstaðar og
greiðslu útfararkostnaðar séu meingölluð og samrýmist ekki þeirri jafnaðarreglu, sem
hlýtur að liggja allri skattlagningu og ráðstöfun skattfjár til grundvallar.
Samkvæmt 4. gr. laga 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu á hver maður
rétt til legstaðar þar í sókn, sem hann andaðist eða var síðast heimilisfastur eða þar
sem vandamenn hans óska legs fyrir hann. I reglugerð um greiðslu útfararkostnaðar
nr. 9/1994 segir í 3.mgr. 2. gr. að eðlilegur kostnaður við grafartöku greiðist af
kirkjugarði þeim sem hinn látni er jarðsettur í. Þannig er felld greiðsluskylda á
viðkomandi kirkjugarðssjóð án tillits til þess hvert kirkjugarðsgjöld hins látna runnu
til dánardægurs. Hér er því nánast um sjálftöku að ræða og slík getur ásókn orðið í
103