Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 111
1996
27. KIRKJUÞING
5. mál
málamiðlun þessara tveggja sjónarmiða sem nefhdin leggur til ætti að tryggja betur en
núverandi kerfi að bæði þessi markmið næðust.
3. Ákvæði um köllun í lögum hafa verið mörgum þymir í augum vegna
vandkvæða sem komið hafa upp varðandi köllun á liðnum árum. Nefndin leggur því
til að ákvæði um köllun verði ekki í lögum, en í stað þess geti biskup gripið til þess
bráðabirgðaúrræðis að setja prest tímabundið í embætti sem enginn sækir um, í allt að
eitt ár, en að þeim tíma liðnum verði embætti auglýst á ný.
C. Helstu breytingar sem lagt hefur verið til í nefhdinni að gera á ffumvarpi til
laga um stöðu, stjóm og starfshætti kirkjunnar:
1. Fyrirmæli um úrskurðamefnd vegna agabrota og ágreiningsmála á
kirkjulegum vettvangi verði ítarlegri hvað varðar skipun nefhdarinnar.
Úrskurðamefndin skal kosin af kirkjuþingi til fjögurra ára og sé skipuð þremur
fulltrúum. Skal biskup tilnefha einn fulltrúa, guðfræðing, kirkjumálaráðherra einn og
sé hann löglærður og einn er kosinn án tilnefningar úr hópi leikmanna á kirkjuþingi.
2. Kenningamefhd verði kosin af kirkjuþingi til fjögurra ára. Hlutverk hennar
er að fjalla um kenningarleg málefhi. Nefndina skipa fimm fulltrúar. Einn tilnefndur
af guðffæðideild, einn af Siðffæðistofnun Háskólans, tveir prestar tilnefhdir af
prestastefnu og einn leikmaður af kirkjuþingi. Biskup eða sá vígslubiskup sem hann
kveður til verði formaður nefhdarinnar.
3. Þijár hugmyndir hafa verið settar ffam um skipan kirkjuþings. Sú sem
nefhdin telur álitlegasta er að á kirkjuþingi eigi sæti 25 fulltrúar. Em 9 þeirra prestar
og 13 leikmenn. Auk þess einn fulltrúi sérþjónustupresta og einn fulltrúi kennara
guðffæðideildar. Kirkjuþing kýs þingforseta úr sínum röðum.
4. Um skipan prestakalla og prófastdæma hefur ekki verið fjallað í nefhdinni
að öðm leyti en því að gerð hefur verið grein fyrir störfum nefnda ríkis og kirkju um
kirkjueignir. Þær nefhdir ffeista þess nú að ná samkomulagi á þeim grunni að ríkið
leysi til sín kirkjujarðir, fýrir utan prestssetur sem heyri undir prestssetrasjóð, og
skuldbindi sig til að greiða laun tiltekins fjölda presta og starfsmanna biskupsstofu í
tiltekinn árafjölda. Ákvörðunarvald um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma
yrði í kjölfarið alfarið fært til kirkjuþings.
III ÖNNUR ATRIÐI
Ýmis önnur atriði hafa verið rædd á fundum nefndarinnar, en ekki þykir tilefni
til að tíunda þau í áfangaskýrslu þessari í smáatriðum. Nefndin gerir ráð fýrir að
laganefhd eða sérstakri nefhd sem skipuð verður af kirkjuþingi verði falið umboð til
að fjalla um endanlegar hugmyndir nefndarinnar þegar þær liggja fýrir.
DKM-SE
108