Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 118
Greinarqerð um samkynhneiqð oq kirkju
1
15.10.1996
Samkynhneigð og kirkja
l nngangur
Þann 24. júlí 1 996 ákvað kirkjuráð að skipa nýja nefnd
(starfshóp), sem fjalla skyldi meðal annars um guðfræðileg, siðferðileg
og lagaleg rök og álitamál er varða stöðu samkynhneigðra, þar sem fyrri
nefnd sem skipuð var í lok febrúar 1 995 sagði af sér. í nefndinni tóku
sæti Jónína E. Þorsteinsdóttir, f ræðslufulltrúi kirkjunnar á
Norðurlandi, sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur og sr. Ólafur Oddur
Jónsson, sóknarprestur. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og
heimspekingur, var fengin til liðs við nefndina, en hennar sérsvið er á
mörkum læknisfræði og siðfræði. Sr. Ólafur Jóhannsson sagði sig síðan
úr nefndinni með bréfi dagsettu 3. okt. 1 996, en hafði þá unnið hluta
greinargerðarinnar. (Sjá fylgiskjal)
Við, undirrituð, ákváðum að verða við beiðni biskups íslands' og
kirkjuráðs og takast á við þetta verkefni og settum okkur það markmið
að skila greinargerð til Kirkjuþings í okt. 1 996, þótt tíminn væri
skammur.
Við vorum sammála um að helstu rökin fyrir því að
takast á við verkefnið væru eftirfarandi:
1) Við gerum okkur grein fyrir að kirkjan verður að
takast á við samkynhneigð á opinn, heiðarlegan og nærgætnari
hátt en víða hefur tíðkast meðal kristinna manna til þessa.
2) Samkynhneigt kristið fólk eru systur og bræður
annarra kristinna manna og leitar eftir fullri viðurkenningu,
án allra fordóma, gagnvart kynhneigð sinni.
3) Við álítum að kirkjan beri ábyrgð á því að hafa tekið
þátt í að móta og viðhalda neikvæðum viðhorfum til
samkynhneigðar.
4) Samkynhneigðum er mismunað hvað varðar atvinnu,
115