Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 120
Greinarqerð um samkynhneiqð oq kirkju______- 3 -_________15.10.1996
samkynhneigðu fólki, ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni
að skipa nefnd til þess að kanna stöðu samkynhneigðs fólks á
íslandi. Nefndin skal skipuð fulltrúum dóms- og
kirkjumálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis,
féiagsmálaráðuneytis og hagsmunasamtaka samkynhneigðs
fólks og skal hún kanna lagalega, menningarlega og
félagslega stöðu þess og gera tillögur um úrbætur og
nauðsynlegar aðgerðir til þess að misrétti gegn
samkynhneigðu fólki hverfi hér á landi. 2
Nefndarmenn báðu um umsagnir um ályktunartillöguna frá 16 aðilum þar
á meðal frá biskupi íslands, herra Ólafi Skúlasyni, sem sagði í svari
sínu:
Þingsályktunartillaga þessi verður vonandi skref í þá átt, að
efla sanngirni og skilning gagnvart samkynhneigðu fólki,
líðan þess og hlutskipti, því fátt er jafn ógeðfellt og
fjarlægt frumatriðum kristinnar siðfræði eins og útskúfun
þeirra sem eru öðruvísi en fjöldinn.3
Við viljum taka undir þessi orð biskups og teljum það eina stærstu
synd kristinna manna að velja sjálfa sig en hafna öðrum.
Við teljum ekki rétt að spyrða saman umfjöllun um alnæmi og
samkynhneigð. En miklu skiptir að skoða í samhengi það sem gert hefur
verið innan þjóðkirkjunnar hvað málefni þessa hóps varðar. Þá kemur
fyrst í hugann prestastefnusamþykktin um alnæmi, sem undirbúin var af
Ráðgjafarnefnd kirkjunnar um siðfræðileg málefni 25. júní 1 987 í
Borgarnesi, en þar segir á þessa leið:
Eyðni er alvarlegur, ólæknandi., smitsjúkdómur sem
getur borist milli manna. Smit berst fyrst og fremst með
blóði úr sýktum einstaklingum og við kynmök. Nauðsynlegt
er að koma í veg fyrir slíka smitun. Er því sérstök ástæða
til að vara við fjöllyndi og lausung í kynferðislegri hegðun.
Tekið er undir orð heilbrigðisnefndar Alkirkjuráðsins
um að kirkjur, söfnuðir og kristnir menn um heim allan taki
höndum saman til að mæta þeim vanda sem útbreiðsla
sjúkdómsins eyðni hefur valdið.
2 Skýrsla nefndar um málefni samkynhneigðra, Reykjavík, október 1994, bls. 1.
3 Ibid. bls. 2.
117