Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 134
15.10. 1996
Greinarqerð um samkynhneiqð oq kirkju_____-17-
njóta kærleika Guðs". Nygren staðhæfði að guðlegur kærleikur og
mannlegur kærleikur væru andstæður, einkum ef um var að ræða
mannlegar ástríður. Mannleg ást er í eðli sínu eigingjörn. Kristinn
kærleikur er ofar þessu, kærleikur, sem hefur ekkert að gera með þrá,
löngun og fullnægju í kynlífi. Það er dapurlegt til þess að vita að þessi
aðgreining á agape og eros hefur verið staðfest á einn eða annan hátt af
mörgum kristnum samtímahugsuðum, jafnvel fólki sem hefur mjög ólík
guðfræðileg viðhorf. Afleiðingarnar hafa orðið nokkrar. Mannlegar
tilfinningar, langanir, kynhneigð hefur ekki verið felld inn í kristinn
skilning á manninum. Það hvernig kynhneigðin er undirstaða kærleika
hefur ekki verið metið og skilgreint sem skyldi. Jákvætt hlutverk bæði
langana og sjálfselsku hefur verið misskilið. Fjölmargir kristnir menn
hafa ekki fengið uppbyggjandi leiðsögn og því þurft að bera þarflausa
sektarbyrði.
Þessi skörpu skil milli agape og eros, mannlegs kærleika, er
ekki að finna í grísku Biblíunni. Þar er ekkert aðskiljanlegt orð yfir
kynferðislega ást. Agape er notað til þess að lýsa guðlegri ást, hinni
nánu vináttu Davíðs og Jónatans, og ástríðu Ljóðaljóðanna. Þeir sem
skrifuðu Biblíuna forðuðust ekki að nota eros vegna þess að það væri
notað um ástríður í heiðnum bókmenntum.
Þessi tvíhyggja milli eros og agape í kristinni túlkun er
hvorki réttlætanleg né skýranleg með nákvæmri biblíulegri og sögulegri
fræðimennsku. Ástæðan fyrir því að hún gegnsýrir allt er miklu fremur
reynsla okkar af firringu kynferðislegrar tvíhyggju. Samband agape-
eros tvískiptingarinnar og andlegrar tvíhyggju er greinilegt. Aðgreining
Platós á andlegri ást og líkamlegri ást, skilgreining Stóumanna að
dyggðin útloki ástríður, skipting Ágústínusar í himneska og jarðnesk
ást, allt þetta hefur skilið spor eftir sig.
Ættfeðra tvíhyggjan er enn til staðar. Eros og agape hafa ekki
verið skoðuð sem aðgreind hugtök sem eiga saman, heldur ósættanlegar
131