Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 139
15.10.1996
Greinarqerð um samkynhneiqð oq kirkju_______-22-
betri: "Fyrir því hefur þú maður, sem dæmir, hver sem þú ert, enga
afsökun. Um leið og þú dæmir annan, dæmir þú sjálfan þig"25 , því þeir
eru undir sama afli syndarinnar. í Róm 3:21-25 kemur forsenda fyrstu
kaflanna, "allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og þeir réttlætast án
verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina sem er í Kristi Jesú".
Pálínsk aðferðarfræði myndi knýja okkur til að ræða
samkynhneigð út frá bestu biblíulegu túlkun sem völ er á og besta
finnanlegurm skilningi. Ef skilningur okkar á samkynhneigð hefur breyst
þá er skilningur okkar ekki eins og Páls, jafnvel þótt við virðum Gamla
testamentið sem hann, höfum andstyggð á hjáguðadýrkun eins og hann
og deilum með honum þeirri sannfæringu að við séum allir syndarar sem
er borgið fyrir náð Guðs.
Aðrar tilvitnanir Páls um þetta efni er að finna í
lastakatalog hans í I. Kor. 6:9-10, sem svipar til þess sem finna á í I.
Tím. 1:8-11. Þeir lestir sem þar eru taldir koma í veg fyrir að menn erfi
ríki Guðs. Þessir lestir vanvirða Guð og skaða náungann þar með talinn
þjófnaður, drykkja og lygar. Samkynhneigð er ekki tekin sérstaklega út
úr, en er hluti listans. Hvað eigum við að gera úr siðferðisdómgreind
Páls í þessu sambandi? Ef til vill ættum við að taka honum eins og hann
er, trúfastur postuli, mikill túlkandi fagnaðarerindisins, en eftir sem
áður skeikull og barn síns tíma. Kjarninn í boðskap Páls er skýr: Við
ávinnum okkur ekki réttlæti hvorki með neinu sem við gerum, né því
sem við erum. Við erum réttlætt fyrir náð Guðs í Jesú Kristi og gjafir
andans eru öllum ætlaðar. Ef hin nýja mennska í Jesú Kristi, ásamt
bestu siðferðisvisku samtímans og þekkingu, fær okkur til að gera
alvarlega athugsemd við sannfæringu Páls um stöðu kvenna og
þrælahald, þá eigum við ekki að undanskilja samkynhneigðina.
Boðskapur Biblíunnar um kynhneigð er Ijós. Það má (mis)nota
hana eins og hverja aðra góða gjöf. Vanvirða við Guð leiðir af sér
vanvirðu gagnvart einstaklingum og trúmennska við Guð leiðir af sér þá
25 Róm. 2:1
136