Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 203
1996
21. KIRKJUÞING
12. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um starfsþjálfun guðffæðikandídata
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. herra Olafur Skúlason, biskup.
Kirkjuþing 1996 samþykkir að starfsþjálfun guðíræðikandídata verði tveir mánuðir í
stað fjögurra, þar til endurskoðun þjálfunar er lokið og nýrri skipan verður komið á.
Nefndinni verði falið að ljúka endurskoðun starfsþjálfunar og gera ítarlegar tillögur
um nýja skipan.
Greinargerð:
Biskup hvatti til endurskoðunar á starfsþjálfun guðfræðikandídata og beitti sér fyrir
skipun nefndar, sbr. bréf biskups dags. 13. og 14. okt. 1995. Meðal atriða sem
nefndinni er ætlað að fjalla um eru: Finna leiðir til þess að gera starfsþjálfun
markvissari og koma með tillögur um ffamkvæmd og hvemig þjálfuninni sé best
fyrirkomið. Hvort færa beri hluta þjálfunar á námstíma í guðffæðideild? Hvort eðlilegt
sé að taka við öllum kandídötum, sem óska eftir þjálfun? Hvort unnt sé að setja
einhveijar aðgangstakmarkanir? Huga að leiðbeiningum fyrir þá, sem taka við
kandídötum, þ.e. presta og prófasta. Hvemig fara eigi með umsagnir? Nefndinni er
einnig ætlað að huga að peningaþætti þjálfunarinnar.
I nefndinni sitja fulltrúi guðffæðideildar, Pétur Pétursson, og fulltrúar
biskupsembættisins, Baldur Kristjánsson, Sigurður Ámi Þórðarson og Öm Bárður
Jónsson. Nefndin hefur aflað margvíslegra gagna um starfsþjálfun erlendis, einkum
ffá Norðurlöndum, og hafið vinnu við úrvinnslu þeirra. Auk funda hefur verið haldið
málþing um kandídataþjálfun. Nefndarmenn em sammála um, að kandídataþjálfun
hafi verið mikilsvert ffamfaraspor á sínum tíma, en í ljós hafi komið margs konar
vankantar, sem bæta verði. Það verður ekki gert með lagfæringum heldur með því að
endurskoða þjálfunina ffá grunni og gera tillögu um breytingar á reglugerð um
starfsþjálfun guðffæðikandídata, Stj.tíð. B nr. 89/1991. Því er lagt út í tímaffeka
könnun á þjálfunarfyrirkomulagi erlendis, sem er nauðsynleg forsenda þess að ljúka
verki nefndarinnar. Nefhdin skilar ekki endanlegri skýrslu nú heldur áfangatillögu og
ósk um heimild til ffamhaldsvinnu. í fyrsta lagi telja nefndarmenn ekki mögulegt að
takmarka aðgang að þjálfun kandidata meðan vinnan stendur yfir og nýr rammi hefúr
ekki verið settur um þjálfunina. Vegna fjölda kandídata og þröngs peningaramma er
lagt til, að þjálfunartíminn verði styttur um helming þar til ffamtíðarskipan hefur verið
ákvörðuð. Heimildar þarf að afla til þessarar tímabundnu styttingarráðstöfunar. í
annan stað telur nefndin mikilvægt að verkið verði unnið til enda og ekki sé flanað að
niðurstöðum og tillögum. Gera má ráð fýrir að vinnu nefndarinnar ljúki um mitt ár
1997.
F. h starfsþjálfunamefndar,
Sigurður Ámi Þórðarson.
200