Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 207
Lúther að sé mælikvarði á alla boðun og breytni kirkjunnar og í rítum lútherskra
guðfræðinga hefur oft verið talað um að réttlæting af trú sé það atrúði sem kirkjan
stendur eða fellur með. Það er áréttað í Ágsborgarjátningu 4. grein þar sem segir svo
um þetta atriði:
Ennfremur kenna þeir (þ.e. lútherskir söfnuðir): Menn geta ekki réttlæst fyrir Guði af eigin
kröftum, verðleikum eða verkum, heldur réttlætast þeir án verðskuldunar vegna Krists fyrir trúna,
er þeir trúa því, að þeir séu teknir til náðar og syndimar séu þeim fyrirgefnar vegna Krists, sem með
dauða sínum hefur fullnægt fvrir syndir vorar. Þessa trú reiknar Guð til réttiætis fyrir sér, Róm.3 og
4. (Rm 3.2lnn; 4.5.) (Kirkjan járar s. 179)
í nokkrum greinum Ágsborgarjátningar er kenningum miðaldaguðfræðinga um rétt-
lætinguna mótmælt og notað orðið fordæming um mótmælin. Svo segir í 2. grein:
Þeir fordæma Pelagíana og aðra, sem neita því, að upprunaspillingin sé synd og, til þess að gera
lítið úr vegsemd verðskuldunar og velgerða Krists, halda því fram, að maðurinn geti réttlæst fyrir
Guði af eigin kröftum skynseminnar.(K/Vk;'an játar s. s. 172)
í 12. grein er fjallað um yfrrbótina og þar segir svo:
Afneitað er og þeim sem kenna ekki, að fyrirgefning syndanna veitist fyrir trúna, heldur skipa, að
vér eigum að ávinna oss náðina fyrir fullnægjugerð vora. (Kirkjan játar s. 203)
í 16. grein er fjallað um borgaraleg málefni og þar segir:
Þeir fordæma einnig þá sem setja kristilega fullkomnun ekki í samband við guðsótta og trú, heldur í
samband við að flýja borgaralegar skyldur, þar eð fagnaðarerindið kenni eilíft réttlæti hjartans.
(Kirkjan játar s.s. 210)
í öðrum játningairitum lútherskum eru fordæmingar af þessu tagi orðaðar sterkar en í
Ágsborgaijátningu. Þau játningarrit eru hins vegar ekki hluti játningarrita íslensku
þjóðkirkjunnar þótt þau hafi haft áhrif hér.
Rómversk-kaþólska kirkjan svaraði gagnrýni siðbótarmanna á kirkjuþingi sem
haldið var í Trident á Ítalíu á árunum 1545-1563. Þar voru fordæmdar kenningar
Lúthers um réttlætingu af trú auk annarra kenninga hans.
III
Á árunum 1962-1965 var haldið kirkjuþing í Róm þar sem rómversk-kaþólska kirkjan
breytti um stefnu gagnvart öðrum kirkjudeildum og rétti fram hönd til sátta. Það má
segja að höndin hafi fyrst verið rétt til austurs, til Ausurkirkjunnar. En því næst var
höndin rétt til lútherskra kirkna og árið 1967 var sett á laggimar sameiginleg við-
ræðunefnd milli rómversk-kaþólsku kirkjunnar og LHS. Hún skilaði skýrslu árið 1972
þar sem fram kom undraverð samstaða um atriði sem menn höfðu haldið að væm
ósættanleg þ.á m. kenninguna um réttlætingu af tró. í framhaldinu komu fleiri sam-
ræðuskýrslur m.a. um embættið og um altarissakramentið og em skýrslumar sem
birta samstöðuna nefndar í viðauka við Sameiginlega yfrrlýsingu (sbr. Gerðir kirkju-
þings 1995 s. 111-116). í Bandaríkjunum fóm líka fram samræður sem em mjög
áhugaverðar og eins í Þýskalandi.
204