Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 221
1996
27. KIRKJUÞING
17. mál
áramót. Nú virðist sem sú áætlun geti ekki staðist og hefur hann verið ráðinn ffam á
mitt næsta ár. Hann hefur, ásamt Sigurgeiri Ingimarssyni eftirlitsmanni með
prestssetrum, heimsótt öll prestssetur landsins og rætt við presta um samningsgerðina.
Hefur hann ritað greinargóðar skýrslur um heimsóknir þessar og er þar að finna m.a.
góðar lýsingar á ástandi prestsbústaðanna og hvað þurfí lagfæringar við. Af þessum
skýrslum er ljóst að enn er mikið verk að vinna til að hægt sé að segja að prestssetur
landsins séu komin í viðunandi horf.
Úttektir
Uttektir vegna ábúðarskipta voru á eftirfarandi prestssetrum:
Skeggjastaðir, Múlaprófastsdæmi.
Tekið úr höndum fýrrverandi sóknarprests sr. Gunnars Sigurjónssonar í júlí 1995.
Greiðsla til sóknarprests metin kr. 196.300. Skoðað aftur í júlí 1996 og tekið út í
hendur núverandi sóknarprests sr. Brynhildar Oladóttur.
Saurbær, Borgarfjarðarprófastsdæmi.
Tekið út í maí 1996. Greiðsla til ekkju sr. Jóns E. Einarssonar heitins metin af
úttektarmönnum kr. 2.822.906.
Staðarstaður, Snæfellsness-og Dalaprófastsdæmi.
Tekið út í júlí 1996. Greiðsla til ekkju sr. Rögnvaldar Finnbogasonar metin kr.
2.752.520.
Staðarhóll, Borgarfjarðarprófastsdæmi.
Prestssetrið var tekið út í maí 1996 eftir miklar endurbætur og afhent sóknarpresti sem
hefur búið í leiguhúsnæði í Borgamesi meðan á endurbótunum stóð.
Hruni, Amesprófastsdæmi.
Tekið út í nóvember 1995. Greiðsla til fráfarandi prests, sr. Halldórs Reynissonar,
metin kr. 908.680.
Sauðárkrókur, Skagafjarðarprófastsdæmi.
Prestssetrið var skoðað af fulltrúum prestssetrasjóðs og prófasti og afhent sr. Gísla
Gunnarssyni, settum sóknarpresti á Sauðárkróki.
Skinnastaður, Þingeyjarprófastsdæmi.
Uttekt fór fram í nóvember 1995. Greiðsla til fráfarandi sóknarprests sr. Eiríks
Jóhannssonar metin kr. 864.000.
Kaup og sala á prestssetrum
Olafsfjörður, Eyjafjarðarprófastsdæmi.
I mars s.l. keypti prestssetrasjóður prestssetur að Hlíðarvegi 42. Kaupverð var kr. 12
milljónir.
Erfiðlega gekk að finna presti hentugt húsnæði enda leið tæpt ár ffá því að
prestsbústaðurinn var seldur þar til nýr var keyptur.
218