Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 244
kirkjulegu starfi. Prófastur er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er varðar
sameiginleg málefni þess. Prófastur hefur eftirlit með skýrslugerð presta og fjallar um
ágreining sem upp kann að koma milli sóknarprests, sóknamefndar og safnaðar. Hann
boðar héraðsfundi og stjómar þeim. Biskup setur prófostum erindisbréf. Prófastar em
sextán talsins.
Sóknarprestar. Um þá er fjallað í 111. og IV. kafla laga nr. 62/1990. Sóknarprestar hafa
með höndum kirkjulega þjónustu samkvæmt lögum og vígslubréfi.
Aðstoðarprestar. Um þá fjallað í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 62/1990. Aðstoðarprestar starfa
undir stjóm sóknarprests samkvæmt erindisbréfi er biskup setur.
Sérþjónustuprestar starfa meðal Islendinga erlendis, á sjúkrahúsum, við fangelsi og
meðal heymarskertra sbr. 11. kafla laga nr. 62/1990. Þá starfa ennfremur í fjórum
prófastsdæmum héraðsprestar (farprestar í lagatexta) og em sérþjónustuprestar sbr. 9.
grein sömu laga.
Ofantaldir em í þjónustu hins opinbera og taka laun skv. úrskurði kjaranefndar
sbr. lög nr. 120/1992. Kjaradómur úrskurðar þó um laun Biskups Islands.
Stofnanir kirkjunnar
Kirkjuþing. Um kirkjuþing er fjallað í 1. kafla laga nr. 48/1982. Kosið er til kirkjuþings
á fjögurra ára fresti. Kirkjuþing fjallar um sameiginleg málefni þjóðkirkjunnar að eigin
frumkvæði og leysir úr þeim málum sem til þingsins er vísað af hálfu biskups, kirkjuráðs,
Alþingis og kirkjumálaráðherra.. A kirkjuþingi eiga sæti 20 kjömir þingfulltrúar. Em 18
kjömir í 8 kjördæmum, 1 kýs guðfræðideild Háskóla Islands og 1 guðfræðingar, er vinna
í þágu þjóðkirkjunnar að sérstökum verkefnum. Ennfremur eiga sæti á kirkjuþingi
biskup, sem er forseti þingsins, og kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans. Vígslubiskupar
og kirkjuráðsmenn eiga rétt á fundarsetu og hafa málfrelsi og tillögurétt, en atkvæðisrétt
hafa þeir ekki, nema að þeir séu jafnframt kjömir þingfulltrúar. Kirkjuþing er haldið
árlega í október og stendur í tíu daga. Kirkjumálasjóður ber kostnað af kirkjuþingi.
Kirkjuráð. Um það er fjallað í 11. kafla laga nr. 48/1982. Biskup er forseti kirkjuráðs en
auk hans sitja þar tveir guðffæðingar og tveir leikmenn kosnir til fjögurra ára af
kirkjuþingi. Kirkjuráð fer með framkvæmd sameiginlegra málefna þjóðkirkjunnar, þar á
meðal verkefna sem lög og stjómvaldsreglur ætla því, og erinda sem vísað er til þess af
hálfu kirkjuþings, biskups, Alþingis, ráðherra, héraðsfunda, sóknamefnda og starfsmanna
kirkjunnar. Kirkjuráð hefur með höndum umsjá og stjóm kirkjumálasjóðs, kristnisjóðs og
jöfhunarsjóðs sókna. Kirkjuráð getur átt ffumkvæði að samningu lagafrumvarpa og
stjómvaldsreglna um málefni þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð hefur forræði og forsjá
Skálholtsstaðar og ber stjómunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri Skálholtsskóla.
241