Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 255
lögö fyrir biskup og kirkjuráö annars vegar og ráöherra fjármála-, kirkju- og
landbúnaöarmála hins vegar. Veröi viðbrögð jákvæö á þeim vettvangi tekur við starf
aö samningu lagafrumvarpa og greinargeröa um þessi efni. Ef vel gengur verður síöan
hægt aö leggja málið fyrir prestastefnu og kirkjuþing.
Nánar um efni tillögu kirkjueignanefndar og löggjöfina frá 1907.
Þaö er útaf fyrir sig ekki undrunarefni, þótt hægt hafi gengiö aö fá fram skýr
viöbrögð ríkisnefndarinnar. Hér er um að ræöa stórt atriöi í samskiptum ríkis og kirkju.
Ef tillögur kirkjueignanefndarinnar ná fram aö ganga í meginatriöum vinnst margt, aö
okkar mati.
Lög um sölu kirkjujarða og laun sóknarpresta frá 1907 mörkuðu skil í
samskiptum ríkis og kirkju og eru sennilega ein afdrifaríkasta lagasetning um málefni
kirkjunnar á þessari öld. Með nokkurri einföldun er hægt aö segja, aó lagasetningjn
hafi falið í sér samkomulag milli ríkis og kirkju um ákveóið fyrirkomulag á
launagreiöslum til presta og kirkjan féllst á tiltekna ráöstöfun á jaröeignum kirknanna í
landinu. Með lögunum var stofnaðufprestlaunasjóður er átti að greiða til einstakra
embætta þá upphæð er á vantaói til aö ákveðinni launaupphæð væri náð. Áfram var
gert ráð fyrir því, aö einhvern hluta prestslaunanna tækju prestar undir sjálfum sér, sbr.
21. gr. laga um laun sóknarpresta. Þar segir: „Þar sem tekjur þær, sem presturtekur
undir sjálfum sjer samkv.ö.gr. hrökkva eigi fyrir launum hans, ávísar prófastur honum af
sóknartekjum í prestakalli hans eða af niðurjöfnunargjaldi svo miklu sem hann þarf.
Hrökkvi sóknartekjurnar eða niðurjöfnunargjaldið eigi, greiðir prófastur presti það sem
á vantar, af þeirri fjárhæð er hann fær úr prestslaunasjóði samkvæmt 22.grein."
Prestlaunasjóðurinn átti aó fá tekjur sínar af fasteignum prestakallana,
sóknartekjum (preststíund.offur, iausamannsgjald, lambsfóöurrdagsverkX vöxtum og
framlögum úr landssjóöi.
Kirkiuiarðasióðurinn, sem kveðið er á um í lögum um sölu kirkjujarða, tengist
prestlaunasjóónum meö skýrum hætti. I 15. grein laganna segir:„Andvirði seldra
kirkjujarða og ítaka skal leggja í sjerstakan sjóð, er nefnjst kirkjujarðasjóður, og
stendur beint undir landsstjórninni." Ennfremur segir f 16. grein: „Eign
kirkjujarðasjóðsins skal ávaxta sem óskerðanlegan höfuðstól, og skal árlega leggja
við innstæðuna 5% af árstekjunum, en að öðru leyti ganga vextirnir í prestlaunasjóð, til
að launa sóknarpresta þjóðkirkjunnar.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þessum tíma. Óhætt er að segja að það hafi
runnið sérstaklega hratt í byrjun, því það fyrirkomulag prestslauna sem löggjafinn
hugðist grundvalla, raskaðist fáeinum árum síðar. Nefndir sjóðir rýrðust alvarlega
vegna efnahagsþrenginga, þannig að verðmæti sjóðanna fylgdi ekki verðlagsþróun í
landinu, og svo fór, að prestlaunasjóður var afnuminn með lögum 1921. Áður hafði
það gerst, með launalögum árið 1919, að prestar voru settir á föst laun úr ríkissjóði,
ásamt öðrum embættismönnum. Afram voru þó í gildi lög um sölu kirkjujarða og
kirkjujarðasjóð. Kirkjuiarðasióður lifði allt fram til 1970, óvarinn, óverðtryggður og
peningaiítill, er sett voru lög um kristnisjóð. Þá rann kirkjujarðasjóður í kristnisjóð,
ásamt prestakallasjóði.
Þessa atburðarás má túlka á ýmsa vegu. Til dæmis er uppi það viðhorf, víða
innan stjórnarráðsins, að með lögunum frá 1907, hafi kirkjujarðirnar gengið undan
kirkjunni, og hún eigi ekkert tilkall tii þeirra lengur. Því sé ekki rétt, að tengja nú saman
252