Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 260
1996
27. KIRKJUÞING
20. mál
TILL AGA
til þingsályktunar um vegakirkjur.
Flm. sr. Karl Sigurbjömsson.
Frsm. sr. Karl Sigurbjömsson.
Kirkjuþing 1996 ályktar að fela biskupi og kirkjuráði að gangast fyrir kynningu meðal
presta og sóknamefnda á svokölluðum vegakirkjum og stuðla að því að slík þjónusta
kirkjunnar við ferðafólk geti komist á hér á landi.
Greinargerð
Vegakirkja - annars konar áningarstaður
Sá sem ferðast um Svíþjóð og Noreg að sumri sér iðulega skilti í námunda við kirkju
þar sem segir: Vágkyrka. Veikirke. Þetta er fyrirbæri, sem á rætur að rekja til
Þýskalands og hefur breiðst út um Skandinavíu, hófst í Svíþjóð 1978 og nýlega í
Noregi. Vegakirkjur em opnar kirkjur, sóknarkirkjur sem á ákveðnu tímabili
sumarsins em opnar ferðamönnum og bjóða þeim ákveðna þjónustu. Reynslan hefur
sýnt að mörgum ferðamanninum er vegakirkjan kærkominn áningarstaður,
áningarstaður fyrir líkama og sál.
Fyrir fólk í ferð
Vegakirkjan ber vott um umhyggju kirkjunnar um andlega velferð fólks, líka í
sumarleyfinu. Vegakirkjan hefur orðið spennandi verkefni í mörgum sóknum,
áskomn um þjónustu, þar sem færi gefst að sýna hús og stað sem oft á tíðum er
gimsteinn byggðarinnar, birtir tengsl við gengnar kynslóðir, ef til vill um þúsund ár.
Sumar sóknir nota þetta tækifæri til að efna til tilgangsríks safnaðarstarfs að sumri til.
Það varðar þjónustuna við ferðafólkið sjálft en er líka liður í að styrkja stöðu
sóknarkirkjunnar í samfélaginu.
Einkenni vegakirkju
1. Hún verður að vera í námunda við fjölfamar þjóðleiðir.
2. Hún verður að vera opin minnst 3 vikur sumarsins, minnst 5 klukkustundir á dag.
3. Þar þarf að gefast möguleiki að setjast niður og hvílast og aðgangur að snyrtingu.
4. Þar þarf að liggja frammi upplýsingarefni um kirkjuna og sóknina.
5. Þar þurfa að vera reglubundnar helgistundir.
6. Þar verður að vera skilti sem sýnir að þama er vegakirkja og upplýsingar um
kirkjuna, opnunartíma, helgistundir og messur.
7. Gott ef unnt er að hafa einfaldar veitingar á boðstólum.
8. Þar verður umfram allt að vera teymi gestgjafa til að taka á móti gestum
sóknarinnar, ferðafólkinu.
Aþreifanlegt verkefni:
Gengið er út frá að hægt sé að leggja bílum við kirkjuna, þar sé aðgangur að snyrtingu
og möguleiki til að bjóða upp á einfaldar veitingar.
Veitingar
257