Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 261
1996
21. KIRKJUÞING
20. mál
Það getur takmarkast við til dæmis heitt kaffi eða te, kaldan safa og kex eða vöfflur,
sem selt er við vægu verði, eða vænst fijálsra framlaga. Hér er hugsanlegt að virkja
kvenfélög eða aldraða í sókninni.
Upplýsingar um kirkju og sókn
Það þarf ekki að vera mikið í slíkt borið. Einfalt fjölrit getur gagnast piý7ðilega. En
sóknir í heilu prófastsdæmi geta líka sameinast um bækling um allar kirkjur
prófastsdæmisins, eða sóknir eins prestakalls um einn bækling. Markmiðið er að gefa
upplýsingar. Þar getur verið um að ræða yfirlit yfir sögu sóknar og kirkju. lýsing á
húsinu og því sem þar ber fýrir augu, staðreyndir um byggðarlagið. Nauðsynlegt er að
útdráttur fýlgi á erlendum tungumálum, a.m.k. norðurlandamáli. ensku, þýsku og
frönsku. Vinsælt er ef legstaðaskrá liggur frammi í kirkjunni.
Helgistundir og messur
Á ákveðnum tímum þarf að bjóða upp á helgistundir. Þar eru ótal möguleikar. Allt
ffá látlausri kyrrðarstund þar sem klukkum er hringt, leikið á orgel og íhugun í hljóði,
til liturgískra tíðabæna eða messugjörða. Þetta fer eftir efnum og ástæðum.
Orgelleikur á ákveðnum tímum í hverri viku er vel þeginn og mætti tengjast
bænargjörð.
Mikilvægt er að kirkjan sé bænastaður fyrir ferðalanginn. Þar séu til staðar
fjölfaldaðar bænir á erlendum tungumálum, bæn fýrir fólki á ferð, vemd í hættum og
illviðrum o.s.frv.
Mikilvægt er að guðsþjónustur og helgistundir séu skipulagðar fyrir allt tímabilið sem
kirkjan þjónar sem vegakirkja.
Sýning - Bókaborð
Til viðbótar bæklingum sem nefndir hafa verið er hægt að hafa lítið bókaborð með
uppbyggilegum bókum og bæklingum fyrir böm og fullorðna. Forðast ber dýrar
bækur, leggja frernur áherslu á smárit og bæklinga um trú og bænalíf.
Lítil sýning mynda ffá byggðinni og lífi sóknarinnar er áhugaverð. Ferðamálayfirvöld
héraðsins og byggðasafnið geta hugsanlega orðið þar að liði.
Upplýsingar
Mikilvægt er að tilvist vegakirkjunnar sé vel kynnt. Það þarf að gerast með plakötum
á nærliggjandi bensínstöðvum. upplýsingamiðstöðvum, veitingastöðum o.s.fh7.
Vegagerðir á Norðurlöndum hafa líka haft á boðstólum sérstök vegaskilti sem benda á
vegakirkjumar, þá þarf til að koma samvinna við Vegagerðina.
Fjárhagur
Ljóst er að jafnvel þótt byijað sé smátt þá fylgir þessu kostnaður. Mikilvægt er að fá
yfirsýn yfir það og ákveða hvemig þeim kostnaði verði mætt.
Sóknin verður að setja vegakirkjunni sérstaka fjárhagsáætlun. Útgjöld em einkum
vegna upplýsinga og hugsanlegra veitinga og skiltis. Athuga þarf samstarf við
ferðamálayfirvöld og sveitastjómir um þátttöku í kostnaði. Margar vegakirkjur á
norðurlöndum njóta styrkja ffá sveitastjómum sem sjá þar lið í bættri þjónustu
byggðarlagsins. Ljóst er að flestar sóknir þyrftu að byggja á sjálfboðaliðum hvað
varðar þjónustu og leiðsögn, nema hægt væri að fá sveitafélögin til liðs (í Svíþjóð
nota þeir gjama atvinnuleysistryggingar í þessu skyni). Mikilvægt er þó að muna að
258