Gerðir kirkjuþings - 1996, Page 275
1996
27. KIRKJUÞING
28. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um stuðning kirkjunnar við
Hospice-heimili fyrir dauðvona fólk.
Flm: sr. Svavar A. Jónsson og sr. Hreinn Hákonarson.
Frsm: sr. Svavar A. Jónsson.
Kirkjuþing 1996 ályktar að kannað verði hvemig kirkjan geti átt þátt í því að koma á
fót Hospice-heimili fyrir dauðvona fólk og stutt rekstur þess. í því skyni feli biskup
þeim fulltrúa á fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar sem hefur með kærleiksþjónustu
að gera að vinna tillögur um málið í samráði við Djáknafélag íslands og Samverjann
og leggja fyrir næsta kirkjuþing.
Greinargerð:
Hospice, sem oft hefur verið þýtt sem „sæluhús“, rekur sögu sína til pílagríma
miðalda. Þá dvöldust veikir og þreyttir pílagrímar á slíkum „sæluhúsum“ sem flest
voru rekin sem sjúkrahús eða hótel af kristnum trúarhópum. Fyrsta hospice húsið, sem
var sérhæft fyrir deyjandi sjúklinga, var opnað árið 1815 af írskum nunnum. Hospice-
hugtak nútímans fór að þróast árið 1967. Þá stofnaði Cicily Sanders hið vel þekkta St.
Christophers Hospice í London. Nú eru í Stóra-Bretlandi 164 hospice-heimili eða
stofnanir, sem starfa samkvæmt hugmyndaffæði hospice og líknandi meðferðar, um
2000 í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum hefur á síðustu 5-7 árum orðið hröð
uppbygging hospice-þjónustu.
Hospice, eða líknandi meðferð, er skilgreind sem heildræn umönnun þegar
lækningu verður ekki við komið. Mestu skiptir að lina verki og önnur einkenni og að
sinna sálrænum, félagslegum og andlegum þörfum. Áhersla er á að stuðla að sem
mestum lífsgæðum hjá sjúklingi og fjölskyldu hans og miðað er að því að auðvelda
sjúklingi að lifa innihaldsríku lífi þar til hann deyr, án sársauka og að upplifa „góðan
dauðdaga“ (World Health Organization: Cancer Pain Relief and Palliative Care :
Report of a WHO Expert Committee, Geneva. WHO 1990).
Grundvallarreglur líknandi meðferðar eru:
* Líkn er markmið meðferðar, áhersla er á lífið og árangursríka einkennameðferð
sem auðveldar sjúklingi að lifa innihaldsríku lífi.
* Dauðinn er eðlilegur hluti lífsins. Hvorki er reynt að lengja líf né flýta fyrir dauða.
* Aðstandendur tilheyra meðferð, aðstandendur taka þátt í ákvörðunum og fá
stuðning til að styðja sjúklinginn og til þess að takast á við lífið og sorgina.
* 24 klst. þjónusta alla daga vikunnar.
* Þverfaglegt teymi sér um þjónustuna (áhersla á heildræna nálgun).
* Eftirfylgd við þá sem eftir lifa, stuðningur við syrgendur (vinna með sorgina og
eðlilegar tilfinningar og greina óeðlileg viðbrögð).
272